Framfarir og fjárfesting
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra:

Þegar litið er á ein­stök fram­fara­skeið í sögu þjóðar­inn­ar kem­ur í ljós hve frjáls ut­an­rík­is­viðskipti og inn­streymi er­lends fjár­magns hef­ur haft þar mikið að segja. Í byrj­un síðustu ald­ar var er­lent fjár­magn drif­kraft­ur­inn að baki tækni­bylt­ingu í sjáv­ar­út­vegi og öðrum at­vinnu­grein­um. Útlend­ing­ar kenndu okk­ur að leggja vegi, byggja brýr og hafn­ir, teikna og smíða hús, svo ekki sé minnst á aðrar iðngrein­ar og hand­verk á borð við brauð- og öl­gerð. Marg­ir sett­ust hér að og urðu hluti af þjóðinni. Þegar skrúfað var fyr­ir frjáls viðskipti við út­lönd og er­lent áhættu­fjár­magn hvarf úr land­inu á kreppu­ár­un­um komu ára­tug­ir hafta og stöðnun­ar í kjöl­farið.

Kost­ir beinn­ar er­lendr­ar fjár­fest­ing­ar eru ótví­ræðir í sam­an­b­urði við er­lend­ar lán­tök­ur. Ný þekk­ing og kunn­átta fylg­ir fjár­fest­ing­unni, hún leiðir til auk­inn­ar fjöl­breytni at­vinnu­lífs­ins og opn­ar nýja markaði fyr­ir út­flutn­ing. Stoðir efna­hags­lífs­ins verða fjöl­breytt­ari og vel­meg­un eykst. Er­lend­ur aðili sem hætt­ir fjár­magni sínu í ís­lenskt fyr­ir­tæki til lengri tíma er í raun­inni að lýsa yfir stuðningi við ís­lenskt efna­hags­líf og vilja til að byggja upp og efla ný­sköp­un í land­inu.

Gild­andi regl­ur um er­lenda fjár­fest­ingu eru frem­ur strang­ar í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Nefna má tak­mark­an­ir á eign­ar­haldi er­lendra aðila í sjáv­ar­út­vegi og einnig verður að hafa hug­fast að fjöl­mörg at­vinnu­starf­semi er að mestu rek­in af fyr­ir­tækj­um í eigu op­in­berra aðila. Þetta gild­ir t.d. um fyr­ir­tæki í fram­leiðslu og dreif­ingu á raf­orku, svo og öfl­un og dreif­ingu á heitu og köldu vatni. Op­in­ber rekst­ur er einnig ríkj­andi hvað varðar vega­kerfið, flug­velli, hafn­ir og flug­um­sjón, svo ekki sé minnst á heil­brigðis­kerfið. Bent hef­ur verið á að aðeins tvö aðild­ar­ríki OECD búi við meiri höml­ur hvað varðar er­lenda fjár­fest­ingu, en það eru Nýja-Sjá­land og Mexí­kó.

Áform um heild­ar­lög varðandi rýni beinn­ar er­lendr­ar fjár­fest­ing­ar vegna þjóðarör­ygg­is og alls­herj­ar­reglu voru ný­lega kynnt í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Þau áform verður að skoða í ljósi alls fram­an­greinds og einnig með til­liti til þess að ný­sköp­un í grein­um sem hvíla á hug­viti og sér­hæfðri þekk­ingu verður að hafa aðgang að er­lendu áhættu­fjár­magni.

Áformin eru í sjálfu sér skilj­an­leg en út­færsla þeirra má ekki fæla út­lend­inga frá fjár­fest­ing­um í ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um. Við þurf­um mjög á beinni er­lendri fjár­fest­ingu að halda eins og sag­an kenn­ir okk­ur. Nálg­un­in við þetta viðfangs­efni má ekki vera á for­send­um hræðslu við út­lend­inga eða skapa tyrfið og frá­hrind­andi lagaum­hverfi. Frem­ur en að draga úr ætt­um við að hvetja er­lenda fjár­festa til að koma hingað með fjár­magn sitt með ein­földu og skilj­an­legu reglu­verki þó að jafn­framt sé hugað að ör­ygg­is­hags­mun­um þjóðar­inn­ar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 2. september 2022.