Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar og
nýsköpunarráðherra: 

Það fer ekki fram­hjá nein­um að for­eldr­ar ungra barna í Reykja­vík eru í
vanda stadd­ir þar sem þeir fá ekki leik­skóla­pláss fyr­ir börn­in sín, með
til­heyr­andi vinnu- og tekjutapi. Þetta er al­var­legt mál og hef­ur bein
áhrif á lífs­gæði fólks í borg­inni. Borg sem get­ur ekki þjón­ustað ungt barna­fólk
býður ekki upp á bjart­ar framtíðar­horf­ur og það er eðli­legt að fólk láti í
sér heyra.

Það hef­ur þó aldrei verið skort­ur á lof­orðum. Árið 2014 kom lof­orð um að
brúa bilið milli fæðing­ar­or­lofs og leik­skóla með fjöl­breytt­um aðferðum.
Árið 2018 var lof­orðið það að hægt yrði að bjóða 12 til 18 mánaða börn­um
pláss, ásamt því að fram kom að staðan væri við það að leys­ast. Fyr­ir kosn­ing­arn­ar
í ár var síðan sagt að meiri­hlut­inn væri að ljúka við að brúa bilið milli
fæðing­ar­or­lofs og leik­skóla og full­yrt að hægt yrði að bjóða öll­um 12
mánaða börn­um leik­skóla­vist í haust. Hin raun­veru­lega staða er þó allt önn­ur.
Núna hef­ur borg­ar­bú­um með börn hef­ur verið sagt að bíða í viku eft­ir
svari. Verst er að vik­urn­ar eru nú þegar orðnar fjög­ur hundruð tutt­ugu og
átta.

Van­mátt­ur Reykja­vík­ur­borg­ar í leik­skóla­mál­um er bara ein birt­ing­ar­mynd
for­ystu­leys­is þeirra sem stýra borg­inni. Þjón­ustu borg­ar­inn­ar hef­ur
hrakað um ára­bil sam­hliða versn­andi fjár­hag henn­ar og nú er að koma bet­ur
í ljós hversu van­mátt­ug borg­in er til að sinna þjón­ustu sinni við borg­ar­búa.
Það skýrist að miklu leyti af því að það virðist ekki vera mark­mið vinstri
meiri­hlut­ans að þjón­usta borg­ar­búa, held­ur vill hann að borg­ar­bú­ar
þjóni hon­um.

Þegar borg­ar­bú­ar benda á um­ferðarþunga er þeim sagt að þeir eigi ekki að
vera að keyra. Þegar bent er á að göt­ur séu ekki sópaðar fer af stað aug­lýs­inga­her­ferð
gegn nagla­dekkj­um og þegar bent er á að ruslið sé ekki sótt er fólk minnt á
að flokka ruslið. Þegar rætt er um of hátt íbúðaverð og skort á lóðum, er end­urunn­um
glær­um með göml­um áætl­un­um um íbúðir sem átti að byggja ein­hvern tím­ann
varpað upp á vegg. Þegar mygla kem­ur upp í skóla er reynt að láta eins og vand­inn
sé ekki til staðar og for­eldr­ar sakaðir um móður­sýki.

Þetta eru bara nokk­ur dæmi um það hvernig vinstri meiri­hlut­inn í borg­inni
er með hug­ann við eitt­hvað allt annað en að mæta grunnþörf­um borg­ar­búa.
Íbúar í Reykja­vík þurfa kjörna full­trúa sem huga að því að ein­falda líf
þeirra og veita þá þjón­ustu sem þeir greiða fyr­ir með út­svari sínu. Þau
vanda­mál sem hér hafa verið rak­in, þar með talið leik­skóla­vand­inn, verða
ekki löguð fyrr en hug­ar­far og nálg­un meiri­hlut­ans í borg­inni gagn­vart
borg­ar­bú­um breyt­ist.

Svo er spurn­ing hvort það breyt­ist. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn í Reykja­vík
spurði í aðdrag­anda kosn­inga hvort ekki væri kom­inn tími á breyt­ing­ar?
Kjós­end­ur svöruðu því ját­andi og felldu meiri­hlut­ann. Eina breyt­ing­in
sem Reyk­vík­ing­ar fengu er að nú eru fleiri haus­ar til að af­saka for­ystu­leysið
sem áfram ein­kenn­ir borg­ina.

Morgunblaðið, 15. ágúst 2022.