Lærdómur af innrás hrotta
'}}

Óli Björn Kárason formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Íslend­ing­ar, líkt og all­ar aðrar frjáls­ar þjóðir, hafa verið minnt­ir harka­lega á hve sam­eig­in­legt öfl­ugt varn­ar­sam­starf NATO er mik­il­vægt. Værukærð, sak­leysi eða róm­an­tísk­ar hug­mynd­ir um vopn­leysi og friðelsk­andi heim eru tál­sýn sem í gegn­um sög­una hef­ur kostað þjóðir sjálf­stæði og millj­ón­ir manna lífið.

Sví­v­irðileg inn­rás Rúss­lands í Úkraínu und­ir stjórn hrotta sem virðir hvorki sjálf­stæði þjóða né frelsi ein­stak­linga hef­ur leitt vel í ljós hversu ber­skjaldaðar frjáls­ar þjóðir geta orðið gagn­vart yf­ir­gangi, þegar þær eru efna­hags­lega háðar þræl­menn­um. Engu er lík­ara en að barna­leg stefna helstu ríkja Evr­ópu í orku­mál­um hafi fyrst og síðast fal­ist í því að verða stöðugt háðari Rússlandi um olíu og gas. Eng­inn leiðtogi, allra síst í Þýskalandi, hafði áhyggj­ur af því hvernig barna­skap­ur­inn gróf und­an ör­yggi vest­rænna þjóða. Joe Biden hef­ur smit­ast af glám­skyggni evr­ópskra stjórn­mála­manna.

Inn­rás­in vakti leiðtoga Vest­ur­landa upp af vond­um draumi – mar­tröð. Þeir þurftu að horf­ast í augu við að hafa illa sinnt varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um, fylgt ábyrgðarlausri stefnu í orku­mál­um og sýnt dómgreind­ar­leysi í sam­skipt­um við of­beld­is­mann, sem tel­ur sig hafa náð tök­um á frjáls­um þjóðum líkt og eit­ur­lyfja­sali sem nýt­ir sér neyð fík­ils­ins.

Dýr­keypt­ur lær­dóm­ur

Og það hef­ur orðið al­gjör umpól­un í stefnu flestra ríkja Evr­ópu í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Þjóðverj­ar ætla að stór­auka fram­lög til her­mála. Finn­land og Svíþjóð verða inn­an tíðar full­gild­ir aðilar að NATO. Öfugt við það sem Pútín ætlaði sér hef­ur samstaða inn­an NATO orðið meiri og al­menn­ur stuðning­ur við það stór­auk­ist. Banda­rík­in hafa loks­ins vaknað eft­ir að hafa fengið enn eina staðfest­ing­una – og það harka­lega – á því hve mik­il­vægt það er fyr­ir stór­veldið að öfl­ugt sam­starf sé meðal þjóða beggja vegna Atlants­hafs­ins.

Hvort Pútín hefði lagt í of­beld­is­verk­in í Úkraínu ef helstu ríki Evr­ópu hefðu ekki verið háð Rússlandi í orku­mál­um er áleit­in spurn­ing sem aldrei verður svarað. Eitt er hins veg­ar víst; ákvörðunin um inn­rás var a.m.k. ein­fald­ari og í huga of­beld­is­manns­ins í Kreml frem­ur áhættu­lít­il. Her­taka Krímskaga árið 2014 gekk „eins og í sögu“ og viðbrögð Vest­ur­landa voru fálm­kennd og veiklu­leg. Viðskiptaþving­an­ir gagn­vart Rússlandi voru sniðnar að hags­mun­um stærstu ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins – bit­laus­ar og skiluðu litlu öðru en ein­hverri sál­ar­ró emb­ætt­is­manna og stjórn­mála­manna á meg­in­landi Evr­ópu.

Viðbrögðin við inn­rás­inni í Úkraínu sýna að leiðtog­ar og al­menn­ing­ur frjálsra þjóða hafa sem bet­ur fer lært ým­is­legt. En sá lær­dóm­ur breyt­ir því ekki að ósjálf­stæði í orku­mál­um hef­ur magnað áhrif­in af stríðinu í Úkraínu á efna­hag helstu ríkja Evr­ópu. Þýsk­ur al­menn­ing­ur horf­ir fram á efna­hags­leg­ar þreng­ing­ar og orkukreppa blas­ir við. Ábyrgðarlaus stefna í orku­mál­um hef­ur gert öfl­ug­asta iðnríki álf­unn­ar ber­skjaldað gagn­vart orkukúg­un Kreml­verja. Það er ekki síst þess vegna sem vinstri­stjórn Ol­afs Scholz kansl­ara hef­ur ákveðið að halda kola­ver­um enn gang­andi þrátt fyr­ir lof­orð um að hætta allri kola­notk­un fyr­ir árið 2030. Og það er ekki ólík­legt að rík­is­stjórn­in neyðist til að hætta við að loka þeim þrem­ur kjarn­orku­ver­um sem enn eru starf­andi. Að óbreyttu verður rekstri þeirra hætt í lok þessa árs. Lok­un ver­anna á að vera loka­hnykk­ur­inn í ára­tuga­langri áætl­un um að binda enda á notk­un kjarn­orku í Þýskalandi og var mótuð í stjórn­artíð Ang­elu Merkel, fyrr­ver­andi kansl­ara, í kjöl­far Fukus­hima-hörm­ung­anna.

Stuðning­ur við að halda rekstri kjarn­orku­ver­anna áfram hef­ur auk­ist en Politico grein­ir frá því að ný­leg könn­un leiði í ljós að 61% lands­manna er því fylgj­andi. And­spæn­is orkukreppu hef­ur andstaðan við að fram­lengja líf kjarn­ork­unn­ar minnkað. Jafn­vel meðal Græn­ingja, sem eru aðilar að rík­is­stjórn­inni, er vilji til þess að fresta lok­un ver­anna. En málið er viðkvæmt, um­deilt og gæti hæg­lega klofið flokk­inn.

Ákvörðun rúss­neska rík­is­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Gazprom í síðustu viku að minnka flutn­ing um Nord Stream 1-gas­leiðsluna frá Rússlandi til Þýska­lands niður í fimmt­ung af flutn­ings­getu eyk­ur ekki aðeins þrýst­ing á þýsk stjórn­völd held­ur einnig lík­urn­ar á orku­skorti á kom­andi mánuðum, sem hef­ur al­var­leg efna­hags­leg áhrif, ekki aðeins í Þýskalandi held­ur um alla Evr­ópu.

Sjálf­stæði í orku­mál­um

Þýska­land er ekki eitt um að vera háð Rúss­um um gas og olíu. Um 40% af gasi sem notað er í lönd­um Evr­ópu­sam­bands­ins koma frá Rússlandi og fjórðung­ur ol­í­unn­ar. Það er lífs­nauðsyn­legt fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið að end­ur­heimta sjálf­stæði sitt frá Rúss­um.

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, hef­ur lýst því yfir að sam­bandið ætli að renna fleiri stoðum und­ir orku­öfl­un og snúa sér að „áreiðan­legri og traust­ari“ sam­starfsaðilum en Rúss­um. Emm­anu­el Macron, for­seti Frakk­lands, var ný­lega gest­gjafi Mohammeds bin Salmanz, krón­prins Sádi-Ar­ab­íu, en hann er sakaður um að hafa fyr­ir­skipað morðið á blaðamann­in­um Jamal Khashoggi. Olaf Scholz Þýska­landskansl­ari og Mario Drag­hi, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, hafa að sögn Politico farið á fjör­urn­ar við ol­íu­ríki Norður-Afr­íku.

Kapp­hlaup er hafið um olíu og gas sem ekki er frá Rússlandi. Kost­irn­ir sem eru í boði eru hins veg­ar ekki án siðferðilegra álita­mála. Sádi-Ar­ab­ía, Kat­ar, Als­ír og Íran virða al­menn mann­rétt­indi lít­ils en í orku­neyð eru stjórn­völd þess­ara landa kannski ill­skárri en Pútín.

Á kom­andi mánuðum og miss­er­um verður það eitt meg­in­verk­efni leiðtoga Evr­ópu að tryggja orku­ör­yggi. Og þá skipt­ir ekki öllu hvort ork­an er óhrein eða græn. Tryggt aðgengi að orku er ekki aðeins for­senda efna­hags­legr­ar vel­meg­un­ar, held­ur einnig mat­væla­ör­ygg­is og land­varna. Án orku verður lítið fram­leitt af mat­væl­um. Styrk­ur land­varna er í réttu hlut­falli við aðgengi að ör­uggri orku. Netör­yggi skipt­ir litlu ef flók­in tölvu­kerfi sam­tím­ans verða óvirk vegna skorts á raf­magni.

Í sinni ein­földu mynd má segja að orka sé und­ir­staða allra sam­fé­laga og þess vegna skipt­ir sjálf­stæði í orku­mál­um svo miklu. Evr­ópa mun ekki öðlast orku­sjálf­stæði á nokkr­um árum en síðustu mánuðir hafa kennt ráðamönn­um hversu dýr­keypt það er að vera háður þeim sem virða í engu full­veldi annarra þjóða. Að þessu leyti erum við Íslend­ing­ar í öf­undsverðri stöðu. Með því að nýta auðlind­ir lands­ins fram­leiðum við okk­ar eig­in orku að stór­um hluta. Ólíkt flest­um öðrum þjóðum njót­um við grænn­ar orku. En við erum enn háð inn­flutn­ingi jarðefna­eldsneyt­is, ekki síst vegna sam­gangna.

Við Íslend­ing­ar höf­um haft metnaðarfull áform í orku­skipt­um og þar eru mögu­leik­ar okk­ar meiri og betri en flestra annarra þjóða. Hljóð og mynd fara hins veg­ar ekki sam­an hjá öll­um, allra síst þeim sem leggja hart að sér í bar­áttu við að koma í veg fyr­ir að auðlind­ir lands­ins verði nýtt­ar með skyn­sam­leg­um hætti við fram­leiðslu á hreinni orku. Með því er grafið und­an mögu­leik­um til orku­skipta, unnið gegn gríðarleg­um þjóðhags­leg­um ávinn­ingi og komið í veg fyr­ir að hægt sé að tryggja að Ísland verði sjálfu sér nægt í orku­mál­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 3. ágúst 2022.