Almar Guðmundsson bæjarstjóri í Garðabæ var gestur í nýjasta þætti Pólitíkurinnar á Hægri hliðinni, hlaðvarpi Sjálfstæðisflokksins. Almar tók við bæjarstjórastöðunni í síðusta mánuði, en hefur setið í bæjarstjórn Garðabæjar síðan vorið 2014.
Í þættinum var rætt um ýmis mál sem snúa að málefnum Garðabæjar. Meðal annars áherslubreytingar sem megi sjá hjá nýjum bæjarstjóra. Hverjar helstu áskoranir í bæjarstjórn verði á komandi árum sem er eitt mest vaxandi sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu.
Málefni Urriðaholts báru á góma en þar er ört stækkandi hverfi í Garðabæ. Að auki skólamálin almennt, uppbygging skólamannvirkja í Urriðaholti og uppbyggingu Sjálandsskóla. Rætt var um íþróttamálin í Garðabæ, nýjan Miðgarð og stefnu bæjarins í þeim málum. Rætt var um samgöngumálin í Garðabæ, um uppbyggingu á félagslegu húsnæði og þróun þeirra mála síðustu ár, um móttöku flóttamanna og stefnu bæjarins í málefnum hinsegin fólks.
Almar var spurður út í skipulagsmálin og áframhaldandi uppbyggingu í þeim efnum. Hann ræddi frekari þróun miðbæjarins á Garðatorgi og um tækifærin í atvinnumálum í bæjarfélaginu. Þá komu fasteignaskattar til tals og þau miklu útivistarsvæði og friðlönd sem finna má innan Garðabæjar.
Þáttinn má finna hér.