Ungt fólk og afstaðan til öryggis- og varnarmála
'}}

Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður:

Í liðinni viku var ég beðin að stýra fundi ungra í Varðbergi um stöðu ör­ygg­is- og varn­ar­mála á Íslandi. Varðberg eru sam­tök um vest­ræna sam­vinnu og alþjóðamál sem hafa unnið öt­ul­lega að því að beita sér fyr­ir umræðum og kynn­ingu á alþjóðamál­um, sér­stak­lega í tengsl­um við ör­ygg­is- og varn­ar­mál. Fund­ur­inn var áhuga­verður og þar sköpuðust líf­leg­ar umræður milli þátt­tak­enda í pall­borði, þeirra Bald­urs Þór­halls­son­ar, Björns Bjarna­son­ar og Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur. Margt bar á góma en þátt­tak­end­ur voru sam­mála um mik­il­vægi aðild­ar að NATO og varn­ar­samn­ings­ins við Banda­rík­in og sömu­leiðis um mik­il­vægi þess að Ísland tryggði viðbúnaðargetu í sam­ræmi við skuld­bind­ing­ar sín­ar í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Sér­stak­lega ber að hrósa ung­um í Varðbergi fyr­ir að standa að fund­in­um og beita sér fyr­ir betri skiln­ingi meðal ungs fólks á Íslandi á alþjóðamál­um á viðsjár­verðum tím­um.

Í lok vik­unn­ar ræddi ég síðan ör­ygg­is- og varn­ar­mál og alþjóðamál í víðari skiln­ingi við Bald­ur Þór­halls­son og Björn Malmquist í Viku­lok­un­um und­ir stjórn Sig­ríðar Dagg­ar Auðuns­dótt­ur. Þar rædd­um við leiðtoga­fund Atlants­hafs­banda­lags­ins, stöðuna í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um og Evr­ópu­sam­bandið. Einnig um stefnu­breyt­ingu Hæsta­rétt­ar Banda­ríkj­anna og voðaverk­in í Ósló.

Um helg­ina fundaði ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is með banda­rísk­um þing­mönn­um úr her­mála­nefnd full­trúa­deild­ar þings­ins til að ræða stríðið í Úkraínu og breytta stöðu í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Það er ágætt að við þing­menn höf­um nóg fyr­ir stafni í þing­hléi. Enn ánægju­legra hversu mikið vit­und og áhugi á ut­an­rík­is­mál­um hef­ur auk­ist, þótt kveikj­an sé auðvitað ekki já­kvæð. Skammt er liðið frá því ég starfaði sem aðstoðarmaður ráðherra í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu og við fór­um þá í sér­stakt átak í upp­lýs­inga­miðlun um ut­an­rík­is­mál sem þá voru sjald­an í deigl­unni. Nú er staðan gjör­breytt – það þurfti ekk­ert minna en stríð í Evr­ópu til þess að Íslend­ing­ar vöknuðu til lífs­ins í alþjóðamál­um. Von­andi er sú vakn­ing kom­in til að vera, en til­efnið að hverfa.

Ná­granna- og sam­starfs­ríki okk­ar hafa stór­aukið út­gjöld til ör­ygg­is- og varn­ar­mála í takt við aukna spennu og óstöðug­leika í um­hverfi okk­ar. Und­an­far­in ár hafi þessi mál verið tek­in al­var­lega af ut­an­rík­is­ráðherr­um Sjálf­stæðis­flokks­ins. Varn­ar­mála­skrif­stofa ráðuneyt­is­ins var end­ur­vak­in, sér­stök deild fjölþátta­ógna stofn­sett og ráðist hef­ur verið í um­tals­verð viðhalds- og end­ur­bóta­verk­efni á varn­ar­mann­virkj­um á ör­ygg­is­svæðum. Við eig­um að taka áfram virk­an þátt í varn­artengd­um verk­efn­um og viðhalda varn­ar­innviðum okk­ar í sam­ræmi við þjóðarör­ygg­is­stefnu Íslands. Al­menn­ing­ur fylg­ist nú grannt með að þar lát­um við ekki okk­ar eft­ir liggja.

Greinin birtist í Morgunblaðinu, 30. júní 2022.