Léttari skattbyrði og auknar ráðstöfunartekjur
'}}

Óli Björn Kárason formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Sjálfsagt verður deil­an um tekju­jöfn­un skatt­kerf­is­ins aldrei leidd til lykta. Vinst­ris­innaðir stjórn­mála­menn leggja áherslu á að nýta skatt­kerfið til tekju­jöfn­un­ar en gefa litla og á stund­um vill­andi leiðsögn í því hversu langt eigi að ganga. Fæst­ir vilja að af­koma fólks sé að fullu jöfnuð enda aug­ljóst að slíkt hefði skelfi­leg­ar af­leiðing­ar – dregið er úr öll­um hvöt­um þar sem dugnaður, út­sjón­ar­semi, mennt­un og ábyrgð eru í raun gerð upp­tæk af hinu op­in­bera.

Í dæg­urþrasi ís­lenskra stjórn­mála eru radd­ir vinstrimanna há­vær­ar um nauðsyn þess að auka jöfn­un­ar­hlut­verk skatt­kerf­is­ins – í þeirri viðleitni að jafna lífs­kjör­in meira en gert er. Hversu langt á að ganga er óljóst og raun­ar læðist að mér sá grun­ur að þeir sem hæst tala um auk­inn jöfnuð í gegn­um skatta­kerfið viti það ekki held­ur. Eitt er þó á hreinu: Aukið jöfn­un­ar­hlut­verk felst ekki í því að lækka op­in­ber­ar álög­ur – þvert á móti. Skatt­ar skulu hækkaðir í nafni jöfnuðar.

Á stund­um öf­unda ég vinstri­menn fyr­ir það hve sann­færðir þeir eru við að boða ein­falda lausn á flest­um vanda­mál­um, allt frá rekstri rík­is­sjóðs til jöfn­un­ar lífs­kjara. Í skattagleðinni er áhersl­an lögð á að stækka sneið hins op­in­bera af þjóðar­kök­unni en ekki að stækka kök­una sjálfa. Því meiri sam­neysla (út­gjöld rík­is og sveit­ar­fé­laga) sem hlut­fall af lands­fram­leiðslunni (sneiðin af þjóðar­kök­unni), því meiri er vel­ferðin í fyr­ir­mynd­ar­ríki vinstrimanna. Stærð þjóðar­kök­unn­ar skipt­ir minna máli en hversu stóra sneið hið op­in­bera tek­ur af henni. Vinstri vel­ferðin er meiri þegar sam­neysl­an er 50% af 1.500 millj­arða þjóðarfram­leiðslu en ef ríki og sveit­ar­fé­lög taka „aðeins“ til sín 40% af 2.000 millj­örðum. Engu skipt­ir þótt út­gjöld (tekj­ur) hins op­in­bera séu 50 millj­örðum meiri (800 í stað 750) þegar kak­an er stærri.

Marga­ret Thatcher orðaði þetta svo, að vinstri­menn vilji jafna kjör­in niður á við – hægri menn vilji bæta kjör allra. Ég ótt­ast að í huga margra vinstrimanna – ekki síst sann­færðra sósí­al­ista – sé jöfnuður niður á við æski­legri en bætt lífs­kjör allra.

Það fer kald­ur hroll­ur niður hrygg vinstrimanna þegar við hægri­menn ræðum um nauðsyn þess að lang­tíma­áætl­un í rík­is­fjár­mál­um miði að því að auk­inn hluti hag­vaxt­ar verði eft­ir í vös­um ein­stak­ling­anna. Með því verður hlut­falls­leg stærð rík­is­sam­neysl­unn­ar af þjóðar­kök­unni minni þegar kak­an stækk­ar. Kökusneið rík­is­ins verður þrátt fyr­ir það stærri.

76% hlut­deild í skött­um

Upp­lýs­ing­ar um álagn­ingu skatta eft­ir tekju­tí­und­um sem fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið birti í liðinni viku draga von­andi eitt­hvað úr áhyggj­um vinstrimanna. Fjór­ar efstu tekju­tí­und­irn­ar (þeir sem hæstu tekj­urn­ar hafa) greiddu um 76% þeirra skatta sem lagðir voru á tekj­ur ein­stak­linga á liðnu ári.

Á síðasta ári námu heild­ar­tekj­ur ein­stak­linga um 2.256 millj­örðum króna og af þeim greiddu þeir 523 millj­arða í formi tekju­skatts, út­svars og fjár­magn­s­tekju­skatts. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um fjár­málaráðuneyt­is­ins var hlut­deild efstu tekju­tí­und­ar­inn­ar, sem var með 29% af heild­ar­tekj­un­um, 36% af heild­ar­skatt­tekj­um. Neðstu fimm tekju­tí­und­irn­ar greiddu 13% af heild­ar­útsvari og 4% af öll­um tekju­skatti og sam­tals 17% af heild­ar­skatt­tekj­um. Fjár­magn­s­tekj­ur voru hverf­andi.

Tekju­jöfn­un er því greini­lega mik­il inn­an skatt­kerf­is­ins og illa verður séð hvernig það verður aukið, nema með því að sí­fellt fleiri verði und­anþegn­ir skatt­greiðslum.

Aug­ljóst er að tekju­skatts­breyt­ing­ar á síðustu árum (m.a. með nýju lægra skattþrepi) hafa létt skatt­byrði þeirra sem eru með lág­ar og meðal­tekj­ur. (Ég ætla ekki að ræða um efa­semd­ir mín­ar um ágæti margþrepa skatt­kerf­is enda gert það áður og mun gera síðar.) Eins og sést á meðfylgj­andi súlu­riti minnkaði skatt­byrði allra tekju­hópa, fyr­ir utan þeirra sem hæstu laun­in hafa, á milli ár­anna 2019 og 2021. Ástæða þess að breyt­ing mæl­ist ekki hjá lægstu tekju­tí­und­inni er sú að tekj­ur eru und­ir skatt­leys­is­mörk­um.

Erfiðir kjara­samn­ing­ar

Skatt­kerf­is­breyt­ing­ar, skyn­sam­leg­ir kjara­samn­ing­ar á al­menn­um vinnu­markaði og góð stjórn efna­hags­mála hafa tryggt gríðarlega kaup­mátt­ar­aukn­ingu allra tekju­hópa síðasta ára­tug­inn. Meðal­hækk­un heild­ar­tekna frá 2010 nem­ur 38% á verðlagi árs­ins 2021. Á liðnu ári jókst kaup­mátt­ur ráðstöf­un­ar­tekna að meðaltali um 5,1% – lang­mest hjá þeim sem eru með lægstu tekj­urn­ar.

Öllum má vera ljóst að kom­andi kjara­samn­ing­ar verða ekki ein­fald­ir. Sam­kvæmt venju munu samn­ingsaðilar gera marg­vís­leg­ar kröf­ur á rík­is­valdið. Auðvitað get­ur rík­is­stjórn­in með stuðningi meiri­hluta þings­ins létt und­ir með samn­ingsaðilum og þá ekki aðeins er kem­ur að hús­næðismál­um, þótt meg­in­regla verði að vera sú að aðilar vinnu­markaðar­ins beri ábyrgð á eig­in samn­ing­um. Hið op­in­bera get­ur hins veg­ar lagt sitt af mörk­um við að verja kaup­mátt ráðstöf­un­ar­tekna til lengri tíma, ekki síst með því að lofa launa­fólki og fyr­ir­tækj­um að halda eft­ir stærst­um hluta þess hag­vaxt­ar­auka sem kann að vera á kom­andi árum. (Þetta heit­ir að slaka aðeins á klónni.)

Á næstu miss­er­um skipt­ir mestu að verja þann mikla kaup­mátt sem náðst hef­ur á síðustu árum, ekki síst hjá launa­fólki með meðal­tekj­ur og lægri. Það verður ekki gert með öðrum hætti en með öfl­ugu og arðsömu at­vinnu­lífi og a.m.k. sæmi­legri hóf­semd í op­in­ber­um álög­um, sam­hliða aðhalds­samri pen­inga­stefnu og aga í op­in­ber­um fjár­mál­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 29. júní 2022.