Varnarmál í brennidepli

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra:

Í vik­unni fer fram leiðtoga­fund­ur Atlants­hafs­banda­lags­ins í Madríd. Eins og gef­ur að skilja er um­tals­verð spenna í loft­inu sem or­sak­ast af þeirri gjör­breyttu stöðu ör­ygg­is­mála sem blas­ir við eft­ir til­hæfu­lausa og grimmi­lega inn­rás Rúss­lands í Úkraínu. Stríðsrekst­ur Rúss­lands á sér enga rétt­læt­ingu en dag­lega hrann­ast upp sann­an­ir fyr­ir voðaverk­um gegn úkraínsku þjóðinni. Þar að auki vaxa áhyggj­ur heims­byggðar­inn­ar af þeirri stöðu sem er uppi varðandi flutn­inga á land­búnaðar­af­urðum frá Úkraínu. Rúss­ar halda í gísl­ingu mat­ar­birgðum, sem þjóðir heims treysta á. Þetta á ekki síst við um fá­tæk­ar þjóðir. Vart þarf að fjöl­yrða um áhrif stríðsins á fram­boð og orku jarðefna­eldsneyt­is. Vest­ur­lönd hafa ákveðið að ekki sé verj­andi að halda áfram viðskipt­um við rúss­nesk fyr­ir­tæki og fjár­magna stríðsvél Pútíns með kaup­um á eldsneyti og gasi. Vissu­lega fela þess­ar ákv­arðanir í sér fórn­ir, sem meðal ann­ars koma fram í hækkuðu verðlagi um heim all­an, þar á meðal á Íslandi.

Það verður hins veg­ar ekki litið fram­hjá því hversu al­var­legt brot Rúss­lands­stjórn hef­ur framið á alþjóðalög­um með því að hefja land­vinn­inga­stríð í Evr­ópu gegn sjálf­stæðu og full­valda ríki. Í mál­flutn­ingi mín­um und­an­farna mánuði hef ég oftsinn­is ít­rekað að Ísland á sína stöðu, sem frjálst og full­valda ríki, al­gjör­lega und­ir því að á vett­vangi alþjóðamála ráði lög og regl­ur för, en ekki vopna­vald og hót­an­ir. Ísland á allt sitt und­ir því að bæði landa­mæri og lög­saga séu virt. Þetta verður, að mín­um dómi, ekki sagt of oft.

Þurf­um að sýna að við séum verðugir banda­menn

Varn­ar­mál eru þess eðlis að flest fólk ræðir þau frem­ur af illri nauðsyn en ein­læg­um áhuga. Í stjórn­mál­um hér á landi und­an­farna ára­tugi hef­ur lítið farið fyr­ir umræðum um land­varn­ir. Þetta er í raun ákaf­lega já­kvætt, því sann­ar­lega er ákjós­an­legra að búa án ótta við inn­rás­ir og stríðshörm­ung­ar held­ur en hitt. Inn­rás Rússa í Úkraínu hef­ur breytt þess­ari mynd, þótt eng­um sé gerður greiði með því að mikla úr hófi þá hættu sem steðjar að Íslandi.

Staðreynd­in er sú að Ísland býr ríku­lega að því að í gegn­um ára­tug­ina hef­ur þess verið gætt, að þrátt fyr­ir friðvæn­lega ára­tugi, hafi fyr­ir­hyggju­leysi ekki verið látið ráða för. Ísland býr því að öf­undsverðri stöðu þegar kem­ur að fyr­ir­komu­lagi varn­ar­mála. Við erum ein af stofnþjóðum Atlants­hafs­banda­lags­ins og höf­um þar að auki samn­ing við öfl­ug­asta her­veldi heims, Banda­rík­in, um varn­ir Íslands. Þau lönd í kring­um okk­ur, sem hafa end­ur­skoðað varn­aráætlan­ir sín­ar í kjöl­far inn­rás­ar­inn­ar, hafa flest lagt of­urá­herslu á aukna alþjóðlega sam­vinnu og aukið út­gjöld sín til varn­ar­mála. Lík­lega má full­yrða að þau hefðu flest álitið sig býsna vel sett með sama fyr­ir­komu­lag og Ísland hef­ur, ef það stæði þeim til boða.

Engu að síður er mik­il­vægt að opin, yf­ir­veguð og hrein­skipt­in umræða um varn­ir Íslands fari fram. Þar tel ég að mestu skipti að Ísland leggi sitt af mörk­um til þess að und­ir­strika að við séum verðugir banda­menn í Atlants­hafs­banda­lag­inu og rækt­um sam­band okk­ar við Banda­rík­in. Frá því inn­rás­in hófst hef­ur Ísland ein­mitt lagt áherslu á að styðja með ráðum við varn­ir Úkraínu. Sá stuðning­ur, þótt hann sé smár í sniðum, hef­ur vakið eft­ir­tekt. Tek­ist hef­ur að nýta lausnamiðað hug­ar­far og viðbragðshraða til þess að leggja raun­veru­leg lóð á vog­ar­skál­arn­ar í sam­vinnu við vina- og banda­lags­ríki okk­ar.

Þótt Íslend­ing­ar séu herlaus þjóð, get­um við á næstu árum og ára­tug­um lagt sitt­hvað af mörk­um sem get­ur eflt okk­ar eig­in varn­ar­getu með fram­lagi í verk­efn­um Atlants­hafs­banda­lags­ins. Þar má til dæm­is nefna netör­ygg­is­mál, marg­vís­lega tækni sem nota má, bæði í borg­ara­leg­um og hernaðarleg­um til­gangi, og ný­sköp­un á ýms­um sviðum. Þá verðum við að vera mjög opin gagn­vart því ef okk­ar borg­ara­lega fram­lag get­ur gagn­ast banda­lags­ríkj­um í þeirra varn­artengdu verk­efn­um.

Mik­il­væg­ur Madríd­ar­fund­ur

Að mín­um dómi þurf­um við Íslend­ing­ar að horf­ast í augu við að á næstu árum og ára­tug­um þarf að leggja meira af mörk­um til sam­eig­in­legra verk­efna Atlants­hafs­banda­lags­ins en við höf­um gert hingað til. Þetta mun kosta fjár­magn, en í þeim efn­um tel ég mik­il­vægt að við Íslend­ing­ar byggj­um á okk­ar eig­in styrk­leik­um, enda er það væn­leg­asta leiðin til þess að raun­veru­lega muni um okk­ar fram­lag.

Ýmis vina- og banda­lags­ríki okk­ar horfa fram á raun­veru­lega ógn og sitja jafn­vel und­ir hót­un­um Rússa. Mik­il­vægt er fyr­ir umræðuna hér á landi að gera sér grein fyr­ir að þau lönd, til dæm­is Eystra­saltslönd­in, eru í allt ann­arri stöðu en Ísland. Eng­in ástæða er til að leggja áhættumat þeirra þjóða að jöfnu við okk­ar. Áhyggj­ur þess­ara þjóða varða sjálf­an til­vist­ar­grund­völl­inn og hafa þær marg­ar bitra og sárs­auka­fulla reynslu af of­ríki og of­beldi Rússa í gegn­um sög­una. Trú­verðug fæl­ing og varn­ir gagn­vart yf­ir­lýst­um ógn­ar­til­b­urðum Rússa nú eru hið yf­ir­gnæf­andi póli­tíska verk­efni stjórn­valda í þess­um lönd­um.

Niður­stöður fund­ar­ins í Madríd fela meðal ann­ars í sér ákv­arðanir um varn­ar­stöðu í þess­um ríkj­um. Von­andi verður fund­ur­inn vett­vang­ur til þess að koma hreyf­ingu á um­sókn Svía og Finna um inn­göngu.

Greinin birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 26. júní 2022.