Nanna Kristín Tryggvadóttir var kjörinn nýr formaður á aðalfundi Landssambands Sjálfstæðiskvenna sem haldin var 23. júní sl. Nanna tekur við af Völu Pálsdóttur sem gengt hefur formennsku frá árinu 2017. Á aðalfundinum var jafnframt kjörin ný stjórn og varastjórn.
Nanna Kristín hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hún er framkvæmdastjóri Húsheildar ehf. og Byggingarfélagsins Hyrnu. Þá starfaði Nanna um árabil hjá Landsbankanum, lengst af sem aðstoðarmaður bankastjóra. Þá hefur Nanna jafnframt gengt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er formaður Efnahags- og viðskiptanefndar flokksins. Nanna Kristín er með B.Sc. í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá Duke háskóla í Norður Karólínu 2011. Þá er hún jafnframt með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.
"Þetta er glæsilegur hópur kvenna sem tekur hér við góðu búi og þvílíkt styrkleikamerki fyrir stjórnmálaflokk að svona öflugar konur skuli gefa kost á sér. Ég hlakka mikið til að bretta upp ermar og vinna með þeim öllum," sagði Nanna Kristín í ræðu sinni á aðalfundinum.
Stjórnin hefur þegar tekið til starfa og mun sitja fram að næsta aðalfundi.
Auk Nönnu Kristínar voru kjörnar í stjórn og varastjórn:
Auður B Ólafsdóttir |
Áslaug Hulda Jónsdóttir |
Björg Fenger |
Dýrunn Skaftadóttir |
Elísabet Sveinsdóttir |
Emelía Ottesen |
Gígja Sigríður Guðjónsdóttir |
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir |
Guðrun Sigríður Ágústsdóttir |
Hólmfríður Erna Kjartansdóttir |
Katrín Atladóttir |
Katrín Þorsteinsdóttir |
Sirrý Hallgrímsdóttir |
Steinunn Anna Hannesdóttir |
Áslaug Jóhanna Jensdóttir |
Bryndís Gunnarsdóttir |
Drífa Hjartardóttir |
Elsa Dóra Ísleifsdóttir |
Heiða Þórðardóttir |
Helga Loftsdóttir |
Herdís Anna Þorvaldsdóttir |
Líf Lárusdóttir |
Margrét Bjarnadóttir |
Sigríðru Erla Sturludóttir |
Sigþrúður Ármanns |
Silja Rán Arnarsdóttir |
Sólveig María Árnadóttir |
Sólveig Pétursdóttir |