Bjór og breytingar
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra:

Að ljúka þing­vetri er dá­lítið eins og að klára loka­próf. Það er all­ur gang­ur á því hversu mik­il eða rýr upp­sker­an er, sum verk­efni klár­ast og önn­ur ekki, sum eru lát­in bíða en önn­ur fara í tæt­ar­ann. Sem stjórn­mála­maður met ég þó ekki ár­ang­ur eft­ir því hversu mörg frum­vörp klár­ast eða hversu mörg­um skýrsl­um maður skil­ar. Það er rang­ur mæli­kv­arði að miðast við, þó of marg­ir freist­ist til þess.

Það er betra – og mik­il­væg­ara – að miðast við það hvort að frum­vörp­in sem samþykkt eru feli í sér fram­far­ir, aukið frelsi, lægri álög­ur, af­nám hindr­ana, séu til þess fall­in að gefa lífið ein­fald­ara og betra og þannig mætti áfram telja.

Það var til dæm­is gam­an að sjá frum­varp samþykkt sem gef­ur brugg­hús­um lands­ins leyfi til að selja vör­ur sín­ar á fram­leiðslu­stað. Ég lagði þetta mál fyrst fram sem dóms­málaráðherra fyr­ir tveim­ur árum en þetta er stærsta breyt­ing­in á áfeng­is­lög­gjöf­inni frá því að bjór­inn var leyfður 1989. Fyr­ir utan það að fela í sér aukið frelsi mun þetta styrkja stoðir sí­vax­andi at­vinnu­grein­ar og fjölga störf­um á lands­byggðinni.

Alþingi samþykkti einnig frum­varp mitt um fjar­skipti, sem fel­ur í sér virk­ari sam­keppni, hag­kvæm­ar fjár­fest­ing­ar, auk­in út­breiðsla há­hraðanets og betra aðgengi not­enda að fjar­skiptaþjón­ustu á hag­kvæm­ara verði. Allt fel­ur þetta í sér mik­il­væg­ar fram­far­ir sem mun gera líf fólks og fyr­ir­tækja betra. Nú þegar má sjá ávöxt þess­ara breyt­inga með nýju sam­starfi fjar­skipta­fyr­ir­tækja og Neyðarlín­unn­ar sem stuðlar að úr­bót­um á farsíma­sam­bandi á fá­förn­um og af­skekkt­um stöðum á þjóðveg­um.

Annað fram­fara­skref fel­ur í sér aukna end­ur­greiðslu á rann­sókn­um og þróun, en end­ur­greiðslan fel­ur nú í sér 35% af kostnaði. Ég hef á liðnum vik­um og mánuðum ít­rekað talað um að hug­verkaiðnaður geti orðið stór þátt­ur í hag­kerf­inu okk­ar, iðnaður sem er knú­inn áfram af ný­sköp­un og fram­sækni. End­ur­greiðslan fel­ur í sér auk­in skref í þátt átt. Þá var Ramm­a­áætl­un­in einnig samþykkt eft­ir níu ár af umræðum en gangi áætlan­ir henn­ar eft­ir munu hún bæta lífs­skil­yrði hér á landi veru­lega.

Allt eru þetta mik­il­væg mál og það er hægt að líta með stolti yfir þing­vet­ur­inn í heild sinni. Nú tek­ur við vinna við að ein­falda reglu­verk enn frek­ar, auka frelsi og gera völl­inn þannig úr garð gerðan að hægt sé að spila eft­ir ólík­um aðstæðum hverju sinni.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. júní 2022.