Stórt skref í frelsisátt og auknir möguleikar brugghúsa
'}}

Tímamótabreyting átti sér stað á áfengislöggjöfinni við þinglok í gær þegar Alþingi samþykkti að gera litlum brugghúsum það heimilt að selja vöru sína á framleiðslustað. Í meðförum allsherjar- og menntamálanefndar var sú breyting þar að auki lögð til við upphaflegt frumvarp, að söluheimildin var útvíkkuð til þeirra brugghúsa sem framleiða annan vínanda en öl.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa barist fyrir breytingum á áfengislöggjöfinni um árabil, en áfengislöggjöfin hefur þó ekki breyst í grundvallaratriðum síðan árið 1989. Því markar þessi breyting tímamót og er fagnaðarefni fyrir smærri aðila á áfengismarkaði.

Hér er að finna nánari upplýsingar um málið.