Við þinglok í gær voru samþykktar grundvallarbreytingar á lagaumhverfi er varðar réttarstöðu brotaþola, fatlaðsfólks og aðstandenda við rannsókn og meðferð sakamála. Í grundvallaratriðum eru brotaþolum með þessu veitt aukin réttindi, sambærileg þeim sem brotaþolum í Noregi voru veitt árið 2008.
Meðal þess sem samþykkt var er aukinn aðgangur brotaþola og réttargæslumanns hans að gögnum á rannsóknarstigi, en þessi aðgangur er í grundvallaratriðum sá sami og aðgangur verjanda að gögnum máls. Þá er brotaþola heimilað að vera viðstaddur lokað þinghald eftir að hann hefur gefið skýrslu í mál og að réttargæslumanni verði milliliðalaust heimilað að beina spurningum til skýrslugjafa fyrir dómi. Þá verði brotaþola í ríkara mæli skipaður réttargæslumaður við meðferð áfrýjaðra mála.
Þá eru lagðar til breytingar í því augnamiði að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks við meðferð sakamála hjá lögreglu og fyrir dómstólum. Þannig er lagt til að dómari geti ákveðið í vissum tilvikum að skýrsla af fötluðum brortaþola eða vitni verði tekin í sérútbúnu húsnæði se mog að dómari geti kvatt kynnáttumann sér til að stoðar við skýrslutöku af fötluðu vitni.
Þá er lagt til að fötluðum sakborningi og vitni verði heimilt að hafa með sér hæfan stuðningsaðila við skýrslutöku, hvort sem er hjá lögreglu eða fyrir dómi. Þá er stefnt að því að bæta réttarstöðu aðstandenda látnins einstaklings í þeim tilvikum þar sem rannsókn lögreglu beinist að dánarorsök hans. Þannig verði aðstandanda heimilt að koma fram sem fyrirsvarsmaður hins látna undir rannsókn málsins hjá lögreglu og að í ákveðnum tilvikum verði unnt að tilnefna fyrirsvarsmanni réttargæslumann.
Hér er að finna nánari upplýsingar um málið.