Níu ára kyrrstaða rofin með samþykkt rammaáætlunar
'}}

Rammaáætlun var í gær samþykkt í fyrsta inn eftir níu ára kyrrstöðu, en í níu ár hefur Alþingi fengið sömu tillöguna til umfjöllunar án þess að samstaða hafi náðst um málið. Forysta Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis- og orkumálaráðherra, Vilhjálms Árnasonar, formanns umhverfis og samgöngunefndar á ekki síst þátt í að Sjálfstæðisflokkurinn náði þessum áfanga nú undir lok þings.

Við samþykkt rammaáætlunar voru þrír virkjunarkostir færðir úr nýtingarflokki í biðflokk og fimm kostir færðir úr verndarflokki í biðflokk. Þá var einn kostur færður úr biðflokki í nýtingarflokk, en þar er um að ræða Búrfellslund sem er vindorkukostur. Umhverfis- orku- og loftslagsmálaráðherra fór þess á leit við Orkustofnun að þeir kostir sem stofnunin lagði sjálf fram til mats yrðu dregnir til baka. Því eru 28 kostir felldir út úr rammaáætlun sem hafa setið fastir í biðflokki.

Afgreiðsla rammaáætlunar er mikilvægur þáttur í því að Íslandi takist að uppfylla loforð sín í loftslagsmálum, en ljóst er að sú orkuþörf sem Ísland stendur frammi fyrir vegna áforma um orkuskipti er gríðarleg.