Ýmis framfaramál afgreidd
'}}

Þingundi hefur verið frestað fram í september. Það gerði Alþingi aðfaranótt fimmtudagsins 16. júní. Á lokadögum þingsins voru ýmis mál afgreidd og voru mörg þeirra lögð fram af Sjálfstæðisflokknum. Fjármálaáætlun var afgreidd, Ísland samþykkti fyrir sitt leyti aðild Finnlands og Svíþjóðar að NATO, rammaáætlun var samþykkt í fyrsta sinn í níu ár, brugghús munu mega nú selja vörur sínar á framleiðslustað, nýsköpunarfyrirtæki munu áfram njóta aukinna styrkja frá ríkinu, Úkraínu hefur verið sýndur öflugur stuðningur og var m.a. samþykkt tollfrelsi á vörur frá landinu, samþykkt var að gera stækkun virkjana sem þegar eru í rekstri einfaldari auk þess sem réttarstaða brotaþola, fatlaðs fólks og aðstandenda við rannsókn og meðferð sakamála var bætt.  Nánar má lesa um nokkur mála Sjálfstæðisflokksins á heimasíðu flokksins xd.is