Auknir möguleikar til orkuframleiðslu
'}}

Mikilvægt skref var stigið í orku- og loftslagsmálum við þinglok þegar samþykkt var breyting þess efnis að einfaldara er nú að stækka virkjanir sem þegar eru í rekstri, án þess að slíkar framkvæmdir þurfi að fara í gegnum málsmeðferð rammaáætlunar. Þetta er háð því að umræddar stækkanir hafi ekki áhrif á óröskuð svæði.

Með breytingunni verður mögulegt að hraða aflaukningu þeirra virkjana sem þegar eru í rekstri á landsvæðum sem búið er að taka ákvörðun um að heimila virkjunarrekstur á, en með þessu skapast möguleikar til að auka orkuvinnslu í landinu og stuðla að hraðari orkuskiptum.