Aukinn stuðningur við nýsköpun
'}}

Nýsköpunarfyrirtæki munu áfram njóta aukinna styrkja frá ríkinu samkvæmt lagafrumvarpi sem samþykkt var undir lok þings í vikunni, en ákveðið var að framlengja hækkun á frádráttarhlutfalli fyrirtækja vegna rannsókna- og þróunarverkefna, þannig þau nái til frádráttar frá álögðum tekjuskatti nýsköpunarfyrirtækja árið 2023 vegna alls rekstrarársins 2022.

Markmið skattfrádráttar vegna rannsókna- og þróunarverkefna er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni. Á því rúmlega tíu ára tímabili sem liðið er frá setningu laga um slíka styrki hafa sífellt fleiri nýsköpunarfyrirtæki nýtt sér þennan stuðning og hefur hann verið mikilvæg hvatning til nýsköpunarfyrirtækja í rannsókna- og þróunarstarfsemi og er talinn eiga stóran þátt í öflugum vexti nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi og aukinni samkeppnishæfni á undanförnum árum.