„Það er skýrt markmið okkar að opinber þjónusta verði sífellt einfaldari og aðgengilegri, bæði fyrir einstaklinga en ekki síður atvinnulífið í landinu. Þetta er góður og mikilvægur áfangi í þeirri vegferð,“ segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra í tilefni af endurbótum á mínum síðum á Ísland.is.
Mínar síður eru í sífelldri þróun og nú eru þær aðgengilegar fyrirtækjum fyrir þá sem hafa prókúru. Prófkúruhafar hafa nú sjálfkrafa aðgang með eigin rafrænum skilríkjum . Prókúruhafar geta nú einnig veitt öðrum aðgang að mínum síðum sé þess þörf.
Rúmlega 3.200 fyrirtæki voru skráð í fyrirtækjaskrá árið 2021 og þessi bætta þjónusta gagnast því stórum hópi.
Á síðunum er m.a. hægt að nálgast:
- Pósthólf fyrirtækis
- Umsóknir (þegar fyrirtæki getur sótt um í gegnum umsóknarkerfi)
- Upplýsingar um fyrirtæki úr fyrirtækjaskrá
- Fasteignir úr fasteignaskrá Þjóðskrár
- Fjármál þ.e. stöðu fyrirtækis við ríkissjóð
- Ökutæki úr ökutækjaskrá Samgöngustofu
Sjá nánar í frétt Stjórnarráðsins hér.