03. júní 2022 Fréttir
D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra og B-listi Framsóknar og annarra framfarasinna hafa komist að samkomulagi um meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili 2022-2026 í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.
Samstarfið mun byggja á stefnuskrám framboðanna. Lögð verður áhersla á gott samstarf allra kjörinna fulltrúa, starfsmanna sveitarfélagsins og íbúa þess.
Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti D-listans, verður forseti sveitarstjórnar og Auðunn Steinn Sigurðsson, oddviti B-listans, verður formaður byggðaráðs