Málefnasamningur Sjálfstæðisflokks, L-lista og Miðflokks í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2022-2026 var kynntur á kaffihúsinu LYST í Lystigarðinum á Akureyri fyrir nokkrum dögum. Í samningi framboðanna kemur fram að meðal annars sé stefnt að því að stórauka lóðaframboð, komið verður á laggirnar lýðheilsustyrk fyrir tekjulágt og eignaminna eldra fólk og dregið úr kostnaðarþáttöku foreldra og forráðamanna í leik- og grunnskólum svo dæmi séu nefnd.
Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, verður forseti bæjarstjórnar og Lára Halldóra Eiríksdóttir, bæjarfulltrúi, verður formaður SSNE.
Formennska í ráðum og stjórnum verður eftirfarandi:
- Forseti bæjarstjórnar – Sjálfstæðisflokkurinn
- Formaður bæjarráðs – L-listinn
- Fræðslu- og lýðheilsuráð – Sjálfstæðisflokkurinn
- Skipulagsráð – L-listinn
- Umhverfis- og mannvirkjaráð – L-listinn
- Velferðarráð – L-listinn
- Formennska í stjórn SSNE - Sjálfstæðisflokkur
- Formennska í stjórn Norðurorku – Miðflokkurinn
- Formennska í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands - Miðflokkurinn