Undirritaður hefur verið meirihlutasamningur D-lista sjálfstæðismanna á Hornafirði og KEX fyrir kjörtímabilið 2022-2026.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 3 menn kjörna í bæjarstjórn Hornafjarðar í nýliðnum kosningum og bætti við sig manni. Bæjarstjóri verður ráðinn.
- Forseti bæjarstjórnar verður frá D-lista, 1. varaforseti bæjarstjórnar verður frá K-lista
og 2. varaforseti bæjarstjórnar verður frá B-lista. - Formaður bæjarráðs verður frá K-lista, varaformaður bæjarráðs verður frá D-lista
- Framboðin leggja fram sameiginlegan lista til að jafna skiptingu framboðanna í
ráðum og nefndum á vegum sveitarfélagsins.