D-listinn í meirihluta í Skagafirði
'}}

Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað meirihluta með Framsóknarflokknum í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skrifað var undir samstarfssáttmála föstudaginn 3. júní sem lesa má hér að neðan. Samkvæmt fréttatilkynningu meirihlutans verður ráðningarsamningur við núverandi sveitarstjóra, Sigfús Inga Sigfússon, endurnýjaður. Flokkarnir skipta á milli sín formennsku í Byggðarráði og forseta sveitarstjórnar þannig að fulltrúar hvors flokks munu gegna hvoru embættinu í tvö ár í senn.

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Skagafjarðar er fyrirhugaður 13. júní n.k. en þar verður m.a. tekin ákvörðun um nafn á sameinuðu sveitarfélagi.

Undirritun samstarfssamnings D og B lista ásamt staðarhaldara Kakalaskála.

Efri röð f.v.: Guðný Axelsdóttir, Sigríður
Magnúsdóttir, Regína Valdimarsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Sigurður B. Rafnsson
og Guðlaugur Skúlason. Fremri röð f.v. Sigrún Hallsdóttir, Sólborg S. Borgarsdóttir,
Gísli Sigurðsson, Hrund Pétursdóttir, Einar E. Einarsson og Sigurður Hansen.