Sjálfstæðisflokkur og Nýi óháði listinn mynda nýjan meirihluta í Rangárþingi eystra en málefnasamningur var undirritaður á föstudag.
Anton Kári Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna, verður sveitarstjóri, Tómas Birgir Magnússon, oddviti Nýja óháða listans, verður oddviti Rangárþings eystra og Árný Hrund Svavarsdóttir formaður byggðaráðs.
Flokkarnir tveir fengu rúmlega sextíu prósent atkvæða í kosningunum, Sjálfstæðisflokkur rúm 42 prósent og Nýji óháði listinn rúmt 21 prósent. Í tilkynningu frá nýja meirihlutanum segir að ný sveitarstjórn taki til starfa á fyrsta fundi sínum 2. júní.