Sjálfstæðisflokkur og Framsókn mynda meirihluta í Húnaþingi vestra
'}}

Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar undirrituðu formlegan málefnasamning um samstarf í sveitarstjórn þann 25. maí sl.

Í samningnum kemur fram að rík áhersla verði lögð á mál er varða samskipti sveitarfélags, ríkis og innviðafyrirtækja og mikilvægi þess að staðið verði við þær skuldbindingar af hálfu hins opinbera, sem þegar hafa verið gefnar, og bætt verði úr í þeim málaflokkum sem út af hafa staðið. 

Magnús Magnússon verður formaður byggðarráðs og Þorleifur Karl Eggertsson oddviti sveitarstjórnar. Ráðning sveitarstjóra Húnaþings vestra mun fara fram með faglegum hætti en Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, núverandi sveitarstjóri, gaf ekki kost á sér áfram.