D og B-listi mynda meirihluta í Suðurnesjabæ
'}}

D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra og B-listi Framsóknarflokksins hafa komist að samkomulagi um samstarf á komandi kjörtímabili 2022-2026. Samkomulag þess efnis var undirritað sunnudaginn 22. maí 2022 af bæjarfulltrúum beggja framboða.

Að sögn oddvita flokkanna mun samstarfið byggja á stefnuskrám beggja framboða auk þess sem áhersla verður lögð á gott samstarf allra kjörinna fulltrúa, starfsmanna sveitarfélagsins og bæjarbúa.

Einar Jón Pálsson, oddviti D-listans, verður forseti bæjarstjórnar og Anton Guðmundsson, oddviti B-listans, formaður bæjarráðs.