'}}

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur lagt fram frum­varp til breyt­inga á lög­um, sem ætlað er að ein­falda reglu­verk og fer­il­inn við að und­ir­gang­ast tækni­frjóvg­un. 

Hild­ur hef­ur áður opnað sig um eig­in erfiðleika við að eign­ast börn og boðað breytta sýn á tækni­frjóvg­un­ar­mál. Frum­varp Hild­ar var lagt fram á Alþingi, ári eft­ir að hún fór í forsíðuviðtal hjá DV þar sem hún ræddi áskor­an­irn­ar við barneign­ir. Í færslu á Face­book-síðu sinni seg­ir Hild­ur það fal­lega til­vilj­un og von­ast til að það beri með sér að frum­varpið fái góðan hljóm­grunn til að auka tæki­færi fólks til að eign­ast börn. 

Snýst ekki um eig­in hindr­an­ir

Þing­menn úr öll­um flokk­um eru meðflutn­ings­menn máls­ins. Hild­ur seg­ir einnig í færslu sinni að breyt­ing­arn­ar sem hún legg­ur til nú taki ekki á atriðum sem snerti henn­ar per­sónu­legu veg­ferð við að reyna að eign­ast barn „held­ur ein­göngu það sem ég hnaut um við að kynna mér þenn­an reglur­amma, sem mér fannst þurfa end­ur­skoðun.“

Fóst­ur­vís­um verði ekki sjálf­krafa eytt

Í frum­varp­inu er lagt til að fallið verði frá skil­yrðum um að par sé í hjú­skap eða skráðri sam­búð til þess að und­ir­gang­ast tækni­frjóvg­un. Í stað skil­yrða um sam­búðarform er lagt til að byggt verði á upp­lýstu, skrif­legu og vottuðu samþykki beggja ein­stak­linga gagn­vart tækni­frjóvg­un­ar­ferl­inu og geymslu fóst­ur­vísa að því loknu, eft­ir at­vik­um.

Þá er einnig lagt til að fallið verði frá þeirri reglu að slit á sam­búð eða hjú­skap leiði sjálf­krafa til þess að þeim fóst­ur­vís­um, sem ein­stak­ling­arn­ir sem stóðu að tækni­frjóvg­un­inni og eiga í geymslu í kjöl­far meðferðar, verði und­an­tekn­inga­laust eytt.

Sama á við ef ann­ar ein­stak­ling­ur­inn sem stóð að tækni­frjóvg­un and­ast.

Heim­ilt yrði að gefa fóst­ur­vísa

Lagt er til í frum­varp­inu að gjöf fóst­ur­vísa verði heim­il en þó ekki í ábata­skyni. Sú heim­ild bygg­ist á sama grunni og heim­ild til að gefa kyn­frum­ur til tækni­frjóvg­un­ar þriðja aðila og yrði sömu­leiðis háð upp­lýstu, skrif­legu og vottuðu samþykki gjaf­ans. 

„Frum­varpið miðast að því að auka mögu­leika fólks til að verða for­eldr­ar með hjálp tækn­inn­ar í krafti eig­in ákvörðun­ar­rétt­ar. Af illskilj­an­leg­um ástæðum er lagt bann við því í nú­gild­andi lög­um að gefa til­bú­inn fóst­ur­vísi, þótt það myndi koma mörg­um, sem eru í erfiðri stöðu, að gagni. Fólk sem vill fara í tækni­frjóvg­un skal sömu­leiðis vera skráð í staðfesta sam­búð eða hjú­skap. Við skilnað er sama fólki bannað að nýta fóst­ur­vísi sinn, jafn­vel þótt ein­stak­ling­arn­ir vilji samt eign­ast barnið sam­an eða fyr­ir liggi samþykki beggja aðila fyr­ir því að annað þeirra nýti fóst­ur­vís­inn. Þetta fyr­ir­komu­lag ger­ir mörg­um óþarf­lega erfitt fyr­ir“, seg­ir Hild­ur í sam­tali við mbl.is um málið.

Megi ekki vera hrædd við að upp­færa lög í takt við tím­ann

„Rík­is­valdið á ekki að miðstýra því hvernig fólk kýs að búa til fjöl­skyldu held­ur þvert á móti auka tæki­færi fólks til þess. Regl­ur eiga að vera eins skýr­ar og ein­fald­ar og kost­ur er og án þess að miðast að óþörfu við lífs­máta eða bú­setu­mynst­ur. Regl­ur eru fyr­ir fólk og lög­gjaf­inn má ekki að vera hrædd­ur við að end­ur­skoða þær í takt við tím­ann. Ég tel að frum­varpið sé mik­il­vægt skref í því“, seg­ir hún jafn­framt.

Morgunblaðið, 18. maí.