Í dag er valið skýrt
'}}

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: 

Reyk­vík­ing­ar standa í dag frammi fyr­ir skýru vali. Að kjósa Sjálf­stæðis­flokk­inn og breytta stjórn­ar­hætti í Reykja­vík, eða ein­hvern hinna og fá meira af því sama.

Við höf­um fundið ákall um breyt­ing­ar í borg­inni í sam­töl­um okk­ar við borg­ar­búa und­an­farna daga. Slík­ar breyt­ing­ar verða ein­ung­is fái Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn nægj­an­leg­an stuðning frá kjós­end­um. Saga und­an­far­inna ára­tuga í Reykja­vík sýn­ir að at­kvæði til annarra flokka verða að end­ingu til þess að veita borg­ar­stjóra og sam­starfs­fólki hans fram­halds­líf.

Nýir vend­ir sópa best

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vill nýja nálg­un í borg­ar­mál­un­um þar sem hvers­dags­leg­ar þarf­ir borg­ar­búa eru í for­grunni. Reyk­vísk börn eiga að geta gengið að leik­skóla­plássi vísu við 12 mánaða ald­ur. Skóla­hús­næði á að vera heil­næmt. Við verðum að tryggja frelsi og val í sam­göng­um, og nægt hús­næðis­fram­boð fyr­ir alla ald­urs­hópa. Gleym­um held­ur ekki hvers­dags­legu hlut­un­um. Borg­in á að vera hrein og vel hirt þannig að íbú­ar geti verið stolt­ir af.

Ekk­ert er þó mögu­legt nema að fjár­hag­ur borg­ar­inn­ar sé traust­ur. Við þurf­um að tryggja að borg­ar­sjóður nái end­um sam­an og að tekið sé á skulda­vanda borg­ar­inn­ar. Aðeins þannig mynd­ast svig­rúm til að lækka skatta á borg­ar­búa. Sjálf­stæðis­menn bera virðingu fyr­ir skatt­fé borg­ar­búa, og við vit­um að því er fyrst og fremst ætlað að standa und­ir þeirri þjón­ustu sem við eig­um lög­um sam­kvæmt að veita íbú­un­um.

Við þurf­um nýja vendi sem sópa bet­ur í Reykja­vík

Skýrt val

Ég óska eft­ir stuðningi ykk­ar í dag. Valið er skýrt. Nýir tím­ar í Reykja­vík und­ir for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, eða meira af því sama.

Kjós­um Sjálf­stæðis­flokk­inn og tryggj­um löngu tíma­bær­ar breyt­ing­ar í Reykja­vík.

Morgunblaðið, 14. maí, 2022.