Sambýli ólíkra hugsjóna
'}}

Óli Björn Kárason formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Ísland er land sam­steypu­rík­is­stjórna enda hafa kjós­end­ur aldrei veitt stjórn­mála­flokki umboð sem dug­ar til að mynda meiri­hluta­stjórn eins flokks. Sam­steypu­stjórn­ir tveggja eða fleiri flokka hafa því verið meg­in­regl­an. Ein for­senda þess að sam­starf tveggja eða fleiri stjórn­mála­flokka sé ár­ang­urs­ríkt er að traust og trúnaður ríki á milli for­ystu­manna flokk­anna en fleira þarf til. Trúnaður og traust þarf einnig að ríkja á milli þing­manna stjórn­ar­flokk­anna. Ríkja þarf skiln­ing­ur á ólík­um skoðunum og þar með umb­urðarlyndi fyr­ir því að stjórn­arþing­menn haldi á lofti hug­mynda­fræði sem þeir berj­ast fyr­ir.

Það hef­ur verið mis­jafn­lega erfitt og flókið að mynda meiri­hluta­stjórn eft­ir þing­kosn­ing­ar. Þetta átti sér­stak­lega við eft­ir kosn­ing­ar í októ­ber 2016 og 2017. Eft­ir fyrri kosn­ing­arn­ar var mynduð skamm­líf stjórn, sem sprakk með eft­ir­minni­leg­um hætti, en eft­ir síðari kosn­ing­arn­ar tók við sam­steypa Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks. Það var langt í frá auðvelt að ná sam­an þrem­ur gjör­ólík­um stjórn­ar­mála­flokk­um í rík­is­stjórn.

Í mála­miðlun felst áskor­un

Þegar ljóst var að flokk­arn­ir ætluðu að taka hönd­um sam­an árið 2017 skrifaði ég meðal ann­ars:

„Mála­miðlun er for­senda þess að hægt sé að mynda rík­is­stjórn tveggja eða fleiri flokka. All­ir þurfa að gefa eitt­hvað eft­ir – sætta sig við að geta ekki upp­fyllt öll lof­orð sem gef­in hafa verið. Þeir flokk­ar sem taka hönd­um sam­an í rík­is­stjórn þurfa að setja sitt mark á stefn­una og standa um leið vörð um grunn­stef hug­sjóna sinna, þrátt fyr­ir mála­miðlan­ir [...] Sann­gjarn­ar mála­miðlan­ir eru for­senda þess að ólík­ir stjórn­mála­flokk­ar og póli­tísk­ir and­stæðing­ar taki hönd­um sam­an, en það er til lít­ils að hefja sam­starf ef trúnaður og traust er ekki fyr­ir hendi. Þegar og ef full­trú­ar and­stæðra póla í ís­lensk­um stjórn­mál­um ákveða að ger­ast sam­verka­menn eru þeir að gefa fyr­ir­heit um að tak­ast sam­eig­in­lega á við það ófyr­ir­séða – leysa verk­efni og vanda­mál sem alltaf koma upp og all­ar rík­is­stjórn­ir þurfa að glíma við, með mis­jöfn­um ár­angri. Flokks­sverðin eru slíðruð og vopna­hlé samið um hríð.“

Ólíkt henti­stefnu­flokki, sem tek­ur því til­boði sem berst, er það áskor­un fyr­ir stjórn­mála­flokk sem bygg­ir á skýrri hug­mynda­fræði að taka þátt í sam­steypu­stjórn. Í nauðsyn­legri mála­miðlun þarf að halda trú­verðug­leika gagn­vart kjós­end­um og sann­færa þá um að þrátt fyr­ir mála­miðlun þok­ist bar­áttu­mál­in áfram, kannski ekki jafnt hratt og æski­legt er en í rétta átt. For­ystu­menn sam­steypu­stjórna verða, öðrum frem­ur, að kunna þá list að miðla mál­um um leið og þeir sýna stefnu­festu.

Fyr­ir kosn­ing­arn­ar 2017 áttu fáir von á því að Vinstri græn­ir, Fram­sókn eða Sjálf­stæðis­menn tækju hönd­um sam­an. Þó var það í raun eini raun­hæfi kost­ur­inn til að mynda starfs­hæfa rík­is­stjórn. Marg­ir voru sann­færðir um að rík­is­stjórn­in myndi ekki tjalda til margra nátta. Þeir höfðu rangt fyr­ir sér enda van­mátu þeir hversu gott traust og góður trúnaður náðist á milli for­ystu­manna flokk­anna þriggja. En það reyndi á þanþol flestra stjórn­arþing­manna með ein­um eða öðrum hætti, ekki síst þess er hér skrif­ar.

Eðli­leg tog­streita

Niðurstaða kosn­ing­anna í sept­em­ber síðastliðnum gaf stjórn­ar­flokk­un­um til­efni til að end­ur­nýja sam­starfið enda með auk­inn meiri­hluta. Líkt og fjór­um árum áður voru ekki í boði aðrir raun­hæf­ir kost­ir. Ég, eins og all­ir aðrir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef staðið heill að baki rík­is­stjórn­inni án þess að af­sala mér rétti til að gagn­rýna, berj­ast fyr­ir breyt­ing­um á stjórn­ar­frum­vörp­um eða vinna að fram­gangi hug­sjóna.

End­ur­nýj­un sam­starfs­ins er reist á þeirri trú að sam­starfið verði gott og „trúnaður ríki á milli manna inn­an rík­is­stjórn­ar og þing­menn stjórn­ar­liðsins séu bæri­lega sátt­ir við hvernig mál gangi fram,“ svo vitnað sé til orða Davíðs Odds­son­ar for­sæt­is­ráðherra í stefnuræðu í októ­ber 1997. Þá var sam­steypu­stjórn Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks á sínu öðru kjör­tíma­bili. Trúnaður var for­senda sam­starfs­ins en eins og Davíð benti á, sé eðli máls sam­kvæmt „tog­streita á milli flokk­anna um ein­stök mál“ en „slík­ar glím­ur eru jafn­an háðar und­ir for­merkj­um þess að ná niður­stöðu sem báðir flokk­ar geti unað við, en forðast er að setja sam­starfs­flokki óbil­gjörn eða óaðgengi­leg skil­yrði“. Liðsmenn sam­steypu­stjórna þurfa ít­rekað að nýta hæfi­leik­ann til að koma til móts við ólík sjón­ar­mið án þess að missa sjón­ar á hug­sjón­um. Aðeins þannig get­ur sam­býli ólíkra hug­sjóna orðið far­sælt.

Sam­starf and­stæðra póla í stjórn­mál­um hef­ur í flestu verið ár­ang­urs­ríkt. Aðeins liðsmenn rík­is­stjórn­ar­inn­ar taka ákvörðun um hvort svo verði áfram. Eng­in rík­is­stjórn kemst í gegn­um kjör­tíma­bil án þess að vind­ar blási á móti af og til. Í mótvindi reyn­ir á ráðherra og stjórn­ar­liða. Þá reyn­ir á póli­tísk­an karakt­er stjórn­mála­manna – hvort þeir hafa burði til að standa heil­ir að baki ákvörðunum sem þeir tóku þátt í að taka eða hlaupa und­an ábyrgð og reyna að varpa henni á aðra. Slík­ir stjórn­mála­menn verða yf­ir­leitt ekki annað en létta­vigt – marka aldrei spor í sög­una – verða í besta falli til­efni fyr­ir neðan­máls­grein í stjórn­mála­sög­unni. Þeirra verður getið í sömu neðan­máls­grein sem grein­ir frá þeim sem hæst hrópa með stór­yrðum, sví­v­irðing­um og dóm­um um menn og mál­efni.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 13. apríl 2022.