Sjálfstæður Garðyrkjuskóli framtíðin
'}}

Guðrún Hafsteinsdóttir alþingismaður:

Á dög­un­um lagði ég ásamt öll­um þing­mönn­um Suður­kjör­dæm­is nema Fram­sókn­ar­flokks fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að Garðyrkju­skól­inn á Reykj­um verði gerður að sjálf­seign­ar­stofn­un og ráðherra falið að gera þjón­ustu­samn­ing við hann.

Það er nauðsyn­legt að fjölga náms­leiðum fyr­ir fólk og efla starfs­mennt­un með hag­nýtu námi sem geta t.d. gagn­ast fólki sem vill breyta um kúrs á miðri starfsævi. Sjálf­stæðir starfs­mennta­skól­ar eru öfl­ug­ur val­kost­ur fyr­ir fólk á öll­um aldri og at­vinnu­líf­inu nauðsyn­leg­ir. Nám við Garðyrkju­skól­ann er nú skil­greint sem starfs­menntanám á fram­halds­skóla­stigi og þar gefst nem­end­um tæki­færi til að afla sér verk­legr­ar færni og þekk­ing­ar á mis­mun­andi starfs­vett­vangi sem teng­ist garðyrkju.

Það sjá öll sem sækja Garðyrkju­skól­ann á Reykj­um heim að húsa­kost­ur þar er í al­gjörri niðurníðslu og með öllu óboðleg­ur starf­sem­inni. Sem er sorg­legt því skól­inn á sér langa og merki­lega sögu. Garðyrkju­skól­inn á Reykj­um hef­ur nú verið starf­ræk­ur í rúm 80 ár en árið 1936 voru samþykkt lög á Alþingi um skól­ann þar sem staðsetn­ing­in á Reykj­um var ákveðin. Árið 2005 var Garðyrkju­skól­inn á Reykj­um sam­einaður Land­búnaðar­há­skól­an­um á Hvann­eyri. Sú sam­ein­ing var um­deild og þannig seg­ir t.d. formaður Fé­lags garðplöntu­fram­leiðenda í af­mæl­is­grein skól­ans sem birt­ist í Bænda­blaðinu hinn 13. des­em­ber 2019 að það hafi reynst óheilla­spor. Starfs­menntanám og há­skóla­nám fari ekki vel sam­an og aðvör­un­ar­orðum hags­munaaðila og vel­unn­ara skól­ans þar að lút­andi hafi ekki verið sinnt.

Í árs­byrj­un 2021 til­kynnti Lilja Al­freðsdótt­ir, þáv. mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, ákvörðun sína um að hefja skuli und­ir­bún­ing að til­færslu starfs­menntanáms í garðyrkju á Reykj­um í Ölfusi und­ir ábyrgð Fjöl­brauta­skóla Suður­lands, og þar með frá Land­búnaðarskóla Íslands. Að mínu mati verður það önn­ur óheilla­för enda sam­legð með ann­arri starf­semi Fjöl­brauta­skóla Suður­lands lít­il sem eng­in. Ný­nem­ar Fjöl­brauta­skóla Suður­lands eru til að mynda ung­ling­ar á ald­urs­bil­inu 16-18 ára en mun eldra fólk vel­ur að hefja nám í Garðyrkju­skól­an­um. Það er því brýnt að standa vörð um slíkt val­frelsi.

Nauðsyn­legt er að renna styrk­um stoðum und­ir Garðyrkju­skól­ann sem sjálf­seign­ar­stofn­un með þjón­ustu­samn­ingi við ríkið. Garðyrkja nýt­ur vax­andi hylli á Íslandi og þegar horft er til aðgerða stjórn­valda til að bregðast við lofts­lags­vand­an­um skýt­ur skökku við að húsa­kost­ur Garðyrkju­skól­ans á Reykj­um sé í niðurníðslu og fyr­ir­hugað að veikja skóla­stigið frem­ur en styrkja. Við meg­um ekki láta það ger­ast.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 11. apríl 2022.