Páskaeggjaleit í Reykjavík á laugardag
'}}
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík stendur fyrir páskaeggjaleit laugardaginn 16. apríl næstkomandi kl. 11:00 á þremur stöðum í Reykjavík, við Rafstöðina í Elliðaárdal, í Gufunesbæ og við Grásleppuskúrana við Ægisíðu. Páskaegg fyrir þau yngri og kaffi fyrir þá eldri. Verðlaun fyrir sigurvegara húllakeppni og almennt páskastuð. Allir velkomnir.