Breyting á lögum um ríkisstarfsmenn
'}}

Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður:

Frá því lög voru sett um um rétt­indi og skyld­ur starfs­manna rík­is­ins árið 1954 hef­ur rétt­arstaða op­in­berra starfs­manna gjör­breyst. Á þess­um tíma hef­ur op­in­ber­um starfs­mönn­um sömu­leiðis fjölgað jafnt og þétt og und­an­far­in ár hef­ur fjölg­un op­in­berra starfa verið gríðarleg. Sam­kvæmt töl­um Hag­stof­unn­ar voru launþegar hjá hinu op­in­bera rúm­lega 60.000 á ár­inu 2021 eða 33% af heild­ar­fjölda launa­fólks í land­inu. Á und­an­förn­um árum hef­ur launa­fólki í op­in­ber­um grein­um fjölgað mun hraðar en í öðrum grein­um og laun op­in­berra starfs­manna hafa hækkað hraðar en laun á al­menn­um markaði.

Það viðhorf hef­ur lengst af verið ríkj­andi að laun op­in­berra starfs­manna eigi að vera lægri en þau sem tíðkast á al­menna markaðnum þar sem op­in­ber­ir starfs­menn hafa notið mun betri rétt­inda en á frjáls­um markaði. Rétt­arstaða op­in­berra starfs­manna hef­ur þannig verið styrkt, en á sama tíma hafa kjör þeirra hafa batnað og þeim fjölgað mikið. Einka­fyr­ir­tæki bregðast við vax­andi sam­keppni með því að draga úr kostnaði við starfs­manna­hald sam­hliða því að bæta þjón­ustu við viðskipta­vini. Hið op­in­bera hef­ur ekki breytt skipu­lagi og starfs­hátt­um í sama mæli.

Rík­inu eru skorður sett­ar í starfs­manna­haldi sínu með ýms­um sérregl­um. Í því skyni að auka sveigj­an­leika í op­in­beru starfs­manna­haldi og ein­falda regl­ur um starfs­lok rík­is­starfs­manna, hef ég, ásamt hópi sjálf­stæðismanna, lagt fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um rétt­indi og skyld­ur starfs­manna rík­is­ins. Breyt­ing­arn­ar miðast að því að fella niður þá skyldu for­stöðumanns að áminna starfs­mann með form­leg­um hætti vegna brots hins síðar­nefnda á starfs­skyld­um eða þegar hann hef­ur ekki staðið und­ir þeim kröf­um sem leiða af starfi hans.

Eft­ir sem áður verður það al­menn krafa að mál­efna­leg sjón­ar­mið liggi til grund­vall­ar starfs­lok­um og lausn frá embætti, enda tryggja stjórn­sýslu­lög rík­is­starfs­mönn­um full­nægj­andi rétt­ar­vernd í starfi. Réttarör­yggi op­in­berra starfs­manna í sam­skipt­um við vinnu­veit­anda sinn verður sömu­leiðis meira en það sem launþegar búa al­mennt við. Það er því mat okk­ar að í ljósi breyttra aðstæðna eigi rétt­arstaða op­in­berra starfs­manna að fær­ast nokkuð í átt að rétt­ar­stöðu starfs­manna einka­fyr­ir­tækja.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 7. apríl 2022.