S. Guðrún Hauksdóttir, formaður bæjarráðs og stöðvarstjóri, er nýr oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð. Fullskipaður listi var samþykktur fyrr í vikunni á fulltrúaráðsfundi.
Tómas Atli Einarsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, er í öðru sæti. Ólafur Baldursson, rafvirki, er í þriðja sæti og Birna S. Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur, er í fjórða sæti.
Listinn í heild sinni:
- Sigríður Guðrún Hauksdóttir, formaður bæjarráðs og stöðvarstjóri
- Tómas Atli Einarsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdarstjóri
- Ólafur Baldursson, rafvirki
- Birna S. Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, snyrtifræðingur og háskólanemi
- Viktor Freyr Elísson, fjármálasérfræðingur
- Guðmundur Gauti Sveinsson, aðstoðar stöðvarstjóri
- Sigríður Guðmundsdóttir, ritari
- Sandra Finnsdóttir, þjónustufulltrúi og háskólanemi
- Ásgeir Frímannsson, útgerðarmaður
- Birgitta Þorsteinsdóttir, grunnskólakennari
- Karen Sif Róbertsdóttir, matráður og frístundaleiðbeinandi
- Sverrir Mjófjörð Gunnarsson, útgerðarmaður
- Ómar Hauksson, eldri borgari