D-listi sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra samþykktur
'}}

Anton Kári Halldórsson, oddviti Rangárþings eystra og deildarstjóri, skipar efsta sæti á D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra, en fullskipaður listi var samþykktur á fundi í gærkvöldi.

Árný Hrund Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri, skipar annað sætið, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, viðskiptafræðingur, skipar þriðja sætið og Elvar Eyvindsson, bóndi og viðskiptafræðingur skipar fjórða sætið.

 

Listinn í heild sinni:

  1. sæti Anton Kári Halldórsson, oddviti Rangárþings eystra og deildarstjóri
  2. sætiÁrný Hrund Svavarsdóttir, framkvæmdarstjóri
  3. sæti Sigríður Karólína Viðarsdóttir, viðskiptafræðingur
  4. sæti Elvar Eyvindsson, bóndi og viðskiptafræðingur
  5. sæti Sandra Sif Úlfarsdóttir, einkaþjálfari og kennaranemi
  6. sæti Ágúst Leó Sigurðsson, sjúkraflutningamaður
  7. sæti Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, stjórnmálafræðingur og lögreglumaður
  8. sæti Guðni Steinar Guðjónsson, starfsmaður á Krikjuhvoli
  9. sæti Baldur Ólafsson, skólabílstjóri
  10. sæti Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir, hótelstjóri og kennari
  11. sæti Ólafur Þórisson, bóndi og tamningamaður
  12. sæti Kristín Jóhannsdóttir, líffræðingur og bóndi
  13. sæti Elín Fríða Sigurðardóttir, fjármála-og sviðstjóri hjá Landgræðslunni
  14. sæti Guðmundur Jón Viðarsson, bóndi