Varnarbandalagið ESB?
'}}

Hildur Sverrisdóttir alþingismaður:

Þing­menn flokka Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Viðreisn­ar hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að fara skuli fram þjóðar­at­kvæðagreiðsla um hvort halda skuli áfram aðild­ar­viðræðum Íslands við Evr­ópu­sam­bandið. Ekki ætla ég að gera lítið úr skoðunum þeirra sem finnst Íslandi bet­ur borgið inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins þótt ég deili alls ekki þeirri skoðun.

Lát­um svo liggja á milli hluta hversu skringi­legt það er af þeim þing­mönn­um að hafa þar að engu hvort slíkri veg­ferð yrði fylgt eft­ir af þing­meiri­hluta eða ekki með þeim aug­ljósu van­könt­um sem slík staða myndi skapa. Lát­um einnig liggja á milli hluta að eng­inn um­ræddra flokka setti ESB-aðild á dag­skrá í síðustu alþing­is­kosn­ing­um fyr­ir rétt tæp­um sex mánuðum þar sem hægt er að mæla hinn eig­in­lega þjóðar­vilja.

Hins veg­ar vil ég gera að um­fjöll­un­ar­efni hér hvernig þing­menn­irn­ir hafa að því er virðist not­fært sér inn­rás­ina í Úkraínu til að ýja að því að aðild að ESB hafi eitt­hvað að gera með varn­ar­mál Íslands.

Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði til að mynda í ræðu á flokks­stjórn­arþingi flokks­ins á dög­un­um að í ljósi þess að Evr­ópu­sam­bandið hefði tekið sér vax­andi hlut­verk í varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um í kjöl­far inn­rás­ar­inn­ar, í þeim til­gangi að tryggja bet­ur lýðræði og frið í Evr­ópu, væri enn meiri ástæða en áður til að Ísland gerðist full­gild­ur aðili í því sam­starfi lýðræðis­ríkja.

Þessi mál­flutn­ing­ur jaðrar við ósmekk­leg­heit og hlýt­ur að telj­ast tylli­á­stæða fyr­ir mál­flutn­ingi um inn­göngu Íslands í ESB á fölsk­um for­send­um. Formaður stjórn­mála­flokks á Alþingi hlýt­ur að þurfa að gæta orða sinna og skýra vel út mál­flutn­ing sinn, ann­ars gætu ein­hver haldið að verið væri að nýta sér hörm­ung­ar fólks og ótta um ör­yggi heims­hluta okk­ar til að auka fylgi við inn­göngu í fé­lags­skap sem sára­lít­il krafa hef­ur ann­ars verið uppi um að fylgja eft­ir.

Það er vita­skuld Atlants­hafs­banda­lagið sem trygg­ir varn­ar- og ör­ygg­is­hags­muni okk­ar. Alla áætlana­gerð, kerf­is­um­gjörð, mannafla og tæki er að finna þar líkt og verið hef­ur en ekki inn­an ESB. Það er blekk­ing að segja að ESB-aðild myndi ein­hverju breyta varðandi það.

Ef full­trú­arn­ir vilja skýla sér bak við hug­mynd­ir um að ESB muni sjálft ein­hvern tím­ann í framtíðinni koma sér upp eig­in varn­ar­sam­starfi hljóta auðvitað all­ir að sjá að það er ekk­ert vit í tvö­földu kerfi á sviði varn­ar- og ör­ygg­is­mála­sam­starfs og ekki skyn­sam­legt að byggja upp inn­an ESB það sem þegar er fyr­ir hendi hjá NATO.

Samstaða banda­lagsþjóða er gríðarlega dýr­mæt og mik­il­væg. Þar er Ísland heppið að hafa verið svo for­sjált að vera við borðið frá upp­hafi sem stofn­fé­lagi NATO til að tryggja varn­ir lands­ins. Það er ómál­efna­leg blekk­ing að ýja að því í þess­um aðstæðum að aðild að ESB myndi ein­hverju breyta þar um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 28. mars 2022.