Dagur Norðurlandanna
'}}

Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs:

Norður­landaráð er vett­vang­ur op­in­bers sam­starfs þing­manna á Norður­lönd­um. Ráðið skipa í dag 87 þjóðkjörn­ir full­trú­ar frá Dan­mörku, Finn­landi, Íslandi, Nor­egi, Svíþjóð, Álands­eyj­um, Fær­eyj­um og Græn­landi. Á þessu ári fögn­um við jafn­framt 70 ára af­mæli. Í upp­hafi voru það aðeins Dan­mörk, Ísland, Nor­eg­ur og Svíþjóð sem tóku þátt. Finn­land var ekki með. Ástæðan var til­lits­semi við Rússa sem töldu að Finn­ar myndu hall­ast til sam­starfs við aðild­ar­ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins.

Árið 1955 kom svo að því að Finn­land gekk í Norður­landaráð. Í dag eru einnig Fær­eyj­ar, Græn­land og Álands­eyj­ar full­gild­ir aðilar.

Nor­rænt sam­starf skipt­ir Íslend­inga máli

Nor­rænt sam­starf hef­ur ávallt skipt okk­ur Íslend­inga miklu máli. Við erum lít­il þjóð sem í gegn­um nor­rænt sam­starf hef­ur vaxið. Þannig höf­um við lært af ná­grönn­um okk­ur en við leggj­um jafn­framt fram okk­ar þekk­ingu og reynslu og ekki er óal­gengt að litið sé til okk­ar, t.d. á sviði orku­mála og jafn­rétt­is­mála. Á Norður­lönd­um er meiri jöfnuður en víðast hvar í heim­in­um, jafn­rétti er hér mikið og íbú­ar Norður­landa virðast meira að segja vera ham­ingju­sam­ari en íbú­ar annarra svæða. Á heimsvísu eru öll nor­rænu lönd­in lít­il en sam­an erum við sterk­ari og sem heild erum við 11. stærsta hag­kerfi heims.

Sex af hverj­um tíu ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um sem skráðir eru með heim­il­is­festi er­lend­is búa á Norður­lönd­um, flest­ir þeirra í Dan­mörku. Fjöldi Íslend­inga hef­ur um lengri eða skemmri tíma búið í hinum nor­rænu lönd­un­um og stundað þar nám og vinnu.

Íslensk fyr­ir­tæki stíga gjarn­an sín fyrstu skref í út­flutn­ingi á nor­ræn­um markaði. Íslensk­ir lista­menn eiga mikið und­ir öfl­ugu sam­starfi Norður­landa á sviði lista og menn­ing­ar. Norður­lönd eru frama­lega í bar­átt­unni fyr­ir mann­rétt­ind­um, jafn­rétt­is­mál­um og um­hverf­is­mál­um. Hag­vöxt­ur og lífs­kjör íbúa Norður­land­anna eru með því sem best ger­ist í heim­in­um. Framtíðar­sýn okk­ar er sú að Norður­lönd­in verði sjálf­bær­asta og samþætt­asta svæði í heimi. Því miður hef­ur Covid-19-far­ald­ur­inn kennt okk­ur að við erum svo sann­ar­lega ekki kom­in á leiðar­enda og það er mikið verk óunnið við að ná þessu fal­lega en jafn­framt mik­il­væga mark­miði.

Þurf­um við að læra dönsku?

Tungu­mála­erfiðleik­ar gera okk­ur Íslend­ing­um erfitt fyr­ir í sam­starfi við vini okk­ar í hinum nor­rænu ríkj­un­um því nán­ast eng­ir íbú­anna þar skilja ís­lensku. Norðmenn tala norsku, Sví­ar sænsku og Dan­ir dönsku en ótrú­legt nokk þá skilja þeir flest­ir tungu­mál ná­granna sinna í Skandi­nav­íu. Finn­arn­ir eru svo marg­ir mjög sleip­ir í sænsku en eft­ir stönd­um við Íslend­ing­ar. Und­ir­stöðuþekk­ing í dönsku eða öðru skandi­nav­ísku máli er því mik­il­væg fyr­ir okk­ur Íslend­inga í nor­rænu sam­starfi. Dönsku­kunn­átta Íslend­inga hef­ur dalað mikið á síðustu ára­tug­um. Mörg­um ung­ling­um finnst óspenn­andi og erfitt að læra dönsku sem enn er skyldu­grein í skóla­kerf­inu. Það er því eðli­legt að við spyrj­um okk­ur hvort enn sé nauðsyn­legt að skylda ung­linga til að læra dönsku eða annað Norður­landa­mál? Staðan er samt sú að þó að ensk­an sé yf­ir­leitt ráðandi í alþjóðasam­starfi er það mjög ríkt hjá þess­um þjóðum að nota sitt móður­mál. Tungu­málið er einn af þeim þátt­um sem ein­kenn­ir og ramm­ar inn nor­rænt sam­starf.

Því miður er það svo að þó að ung­ling­arn­ir okk­ar sitji fjölda dönsku­tíma bæði í grunn­skóla og fram­halds­skóla þá skil­ar sú kunn­átta sér illa þegar kem­ur að því að tala og skilja talað mál.

Ef við ætl­um að halda áfram með dönsku­kennslu tel ég nauðsyn­legt að leggja meira upp úr því að þjálfa nem­end­ur í því að tala og skilja dag­legt mál.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 23. mars 2022.