Baldur Smári Einarsson er oddviti D-lista sjálfstæðismanna og óháðra í Bolungarvík vegna komandi sveitarstjórnarkosninga en listinn var nýlega samþykktur.
Önnur er Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, þriðji er Kristján Jón Guðmundsson, viðskiptafræðingur, fjórða er Kristín Ósk Jónsdóttir, leikskólaleiðbeinandi og í fimmta sæti listans er Anna Magdalena Preisner, þjónustufulltrúi. Bæjarstjóraefni listans er Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.
Framboðslisti í heild sinni:
- Baldur Smári Einarsson, viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi
- Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og bæjarfulltrúi
- Kristján Jón Guðmundsson, viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi
- Kristín Ósk Jónsdóttir, leikskólaleiðbeinandi og bæjarfulltrúi
- Anna Magdalena Preisner, þjónustufulltrúi
- Þorbergur Haraldsson, kerfisstjóri
- Trausti Salvar Kristjánsson, verkefnastjóri
- Hulda Birna Albertsdóttir, deildarstjóri á Náttúrustofu Vestfjarða
- Karitas S Ingimarsdóttir, sviðsstjóri íþrótta- og heilsueflingar
- Rúna Kristinsdóttir, viðskiptafræðingur
- Helga Svandís Helgadóttir, kennari og nemi í landslagsarkitektúr
- Hafþór Gunnarsson, pípulagningameistari
- Helena Hrund Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Jón Guðni Pétursson, skipstjóri