'}}

Eyþór Harðarson er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum eftir prófkjör flokksins í dag, en Eyþór hlaut 597 atkvæða í 1. sæti eða 67,2% atkvæða. Í öðru sæti er Hildur Sólveig Sigurðardóttir með 475 atkvæði í 1. - 2. sæti eða 53,4% atkvæða. Í þriðja sæti er Gísli Stefánsson með 385 atkvæði í 1. - 3. sæti eða 43,3% atkvæða. Í fjórða sæti er Margrét Rós Ingólfsdóttir með 446 atkvæði í 1. - 4. sæti eða 50,2% atkvæða. Í fimmta sæti er Rut Haraldsdóttir með 693 atkvæði í 1. - 5. sæti eða 78% atkvæða.

Á kjörskrá voru 1.531 en 927 greiddu atkvæði í dag og var kjörsókn því 60,5%. Auðir og ógildir seðlar voru 38 og gild atkvæði því 889.

Röð efstu átta í prófkjörinu þegar lokatölur hafa verið birtar er eftirfarandi:

  1. sæti Eyþór Harðarson með 597 atkvæði
  2. sæti Hildur Sólveig Sigurðardóttir með 475 atkvæði í 1. - 2. sæti
  3. sæti Gísli Stefánsson með 385 atkvæði í 1. - 3. sæti
  4. sæti Margrét Rós Ingólfsdóttir með 446 atkvæði í 1. - 4. sæti
  5. sæti Rut Haraldsdóttir með 693 atkvæði í 1. - 5. sæti
  6. sæti Sæunn Magnúsdóttir með 519 atkvæði í 1. - 6. sæti
  7. sæti Óskar Jósúason með 441 atkvæði í 1. - 7. sæti
  8. sæti Halla Björk Hallgrímsdóttir með 425 atkvæði í 1. - 8. sæti

Nánari sundurliðun má finna hér.