Mánudaginn 28. mars milli kl. 9:00 – 10:30 verður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra með opin viðtalstíma á starfsstöð sinni í Grósku, nánar tiltekið í Gaukshreiðrinu í Mýrinni. Þar geta allir stoppað við í stutt spjall til að benda á hugmyndir, kynna þær eða koma athugasemdum á framfæri um málaflokka ráðuneytisins.