Framboðslisti sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir sveitastjórnarkosningar þann 14. maí nk. var samþykktur á fulltrúaráðsfundi í gær.
Prófkjör flokksins fór fram laugardaginn 5. mars þar sem 17 frambærilegir einstaklingar gáfu kost á sér. Tæplega 2.500 manns kusu um átta efstu sætin. Það kom svo í hlut kjörnefndar að stilla upp restinni af listanum sem nú hefur verið samþykktur.
Framboðslistinn:
- Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
- Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi.
- Sigríður Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
- Margrét Bjarnadóttir, matreiðslumaður og laganemi.
- Hrannar Bragi Eyjólfsson, lögfræðingur.
- Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
- Guðfinnur Sigurvinsson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og varabæjarfulltrúi.
- Stella Stefánsdóttir, viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi.
- Harpa Rós Gísladóttir, mannauðssérfræðingur.
- Bjarni Th. Bjarnason, rekstrarhagfræðingur og varabæjarfulltrúi.
- Lilja Lind Pálsdóttir, viðskipta- og hagfræðingur.
- Sigrún Antonsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
- Eiríkur Þorbjörnsson, Msc. í öryggis- og áhættustjórnun.
- Inga Rós Reynisdóttir, viðskiptastjóri.
- Vera Rut Ragnarsdóttir, viðburðastjóri og sjúkraliði.
- Sveinbjörn Halldórsson, löggiltur fasteignasali.
- Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri.
- María Guðjónsdóttir, lögfræðingur.
- Kristjana Sigursteinsdóttir, kennari.
- Guðjón Máni Blöndal, háskólanemi.
- Stefanía Magnúsdóttir, fv. formaður félags eldri borgara í Garðabæ.
- Gunnar Einarsson, bæjarstjóri.