Ingvar P. Guðbjörnsson, upplýsingafulltrúi, leiðir D-lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra við sveitarstjórnarkosningar í vor. Kjörnefnd lagði fram tillögu að fullskipuðum framboðslista í gærvöldi á Hellu á fundi Sjálfstæðisfélagsins Fróða og Fjölnis, félags ungra sjálfstæðismanna, en tillagan var einróma samþykkt. Áður hafði farið fram prófkjör hjá flokknum þar sem kjörsókn var 78% og efstu sjö á listanum hlutu bindandi kosningu í prófkjörinu.
Í öðru sæti er Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri, í þriðja sæti er Björk Grétarsdóttir, ráðgjafi og oddviti, í fjórða sæti er Þröstur Sigurðsson, framkvæmdastjóri og í fimmta sæti er Svavar Leópold Torfason, rafvirkjameistari.
Listann í heild sinni má sjá hér:
- sæti Ingvar P. Guðbjörnsson, upplýsingafulltrúi
- sæti Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri
- sæti Björk Grétarsdóttir, ráðgjafi og oddviti
- sæti Þröstur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
- sæti Svavar Leópold Torfason, rafvirkjameistari
- sæti Sóley Margeirsdóttir, grunnskólakennari og íþróttafræðingur
- sæti Gústav Magnús Ásbjörnsson, sviðsstjóri
- sæti Roman Jarymowicz, aðstoðarstöðvarstjóri
- sæti Sævar Jónsson, húsasmíðameistari
- sæti Sigríður Arndís Þórðardóttir, talmeinafræðingur og bóndi
- sæti Hanna Valdís Guðjónsdóttir, grunnskólakennari og bóndi
- sæti Lárus Jóhann Guðmundsson, tamningamaður
- sæti Helena Kjartansdóttir, þjónustufulltrúi
- sæti Anna María Kristjánsdóttir, starfsmaður í aðhlynningu og skógarbóndi