'}}

Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar á Blönduósi og framkvæmdastjóri er nýr oddviti D-lista sjálfstæðismanna og óháðra á Blönduósi og Húnavatnshreppi, en fulltrúaráð sjálfstæðisfélganna í Austur-Húnavatnssýslu samþykkti listann í gærkvöldi.

Annað sætið skipar Ragnhildur Haraldsdóttir, varaoddviti sveitarstjórnar og lögreglukona en í þriðja sæti er Zophonías Ari Lárusson, framkvæmdastjóri og húsasmiður.

Listann í heild má sjá hér:

D -listi Sjálfstæðismanna og óháðra

  1. Guðmundur Haukur Jakobsson, Blönduósi, forseti sveitarstjórnar og framkvæmdastjóri.
  2. Ragnhildur Haraldsdóttir, Steinholti, varaoddviti sveitarstjórnar og lögreglukona.
  3. Zophonías Ari Lárusson, Blönduósi, framkvæmdastjóri og húsasmiður.
  4. Birgir Þór Haraldsson, Kornsá, bóndi.
  5. Ásdís Ýr Arnardóttir, Blönduósi, uppeldis-og menntunarfræðingur, grunn-og framhaldsskólakennari.
  6. Jón Árni Magnússon, Steinnesi, sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi.
  7. Steinunn Hulda Magnúsdóttir, Blönduósi, íþrótta-og heilsufræðingur
  8. Arnrún Bára Finnsdóttir, Blönduósi, sveitarstjórnarfulltrúi, grunn- og framhaldsskólakennari.
  9. Höskuldur Sveinn Björnsson, Blönduósi, framkvæmdastjóri og vélvirki.
  10. Þuríður Hermannsdóttir, Akri, dýralæknir og bóndi.
  11. Kristófer Kristjánsson, Köldukinn, rafvirki.
  12. Sævar Björgvinsson, Blönduósi, verslunarstjóri
  13. Lara Margrét Jónsdóttir, Hofi, háskólanemi
  14. Ólafur Þorsteinsson, Blönduósi, vélstjóri og eldri borgari.
  15. Freyja Ólafsdóttir, Bólstaðarhlíð, grunn-og framhaldskólakennari og matreiðslumeistari.
  16. Anna Margrét Jónsdóttir, Sölvabakka, ráðunautur og bóndi
  17. Sindri Bjarnason, Neðri-Mýrum, verktaki og bóndi.
  18. Þóra Sverrisdóttir, Stóru-Giljá, sveitarstjórnarfulltrúi og rekstrarfræðingur.