D-listi Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi samþykktur
'}}

Tillaga kjörnefndar sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi um framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna n.k. vor, var samþykkt einróma á fulltrúaráðsfundi sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi í gær, miðvikudaginn 17. mars 2022.

Þór Sigurgeirsson, sölu- og verkefnastjóri skipar 1. sæti listans. Ragnhildur Jónsdóttir, hagfræðingur og varabæjarfulltrúi er í 2. sæti, Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar er í 3. sæti, Svana Helen Björnsdóttir, verkfræðingur er í 4. sæti og Dagbjört Oddsdóttir, lögmaður er í 5. sæti. Ásgerður Halldórsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri er í heiðurssæti listans.

Listinn í heild er svohljóðandi:

  1. Þór Sigurgeirsson, sölu- og verkefnastjóri
  2. Ragnhildur Jónsdóttir, hagfræðingur og varabæjarfulltrúi
  3. Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar
  4. Svana Helen Björnsdóttir, verkfræðingur
  5. Dagbjört Oddsdóttir, lögmaður
  6. Hildigunnur Gunnarsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur
  7. Örn Viðar Skúlason, hagverkfræðingur og fjárfestingastjóri
  8. Grétar Dór Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður
  9. Hannes Tryggvi Hafstein, framkvæmdastjóri
  10. Guðmundur Helgi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og ráðgjafi
  11. Hákon Róbert Jónsson, verkefnastjóri
  12. Inga Þóra Pálsdóttir, háskólanemi
  13. Guðmundur Jón Helgason, fv. flugumsjónarmaður
  14. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri