Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí var samþykktur á fulltrúaráðsfundi í Innri Njarðvík fyrr í dag. Prófkjör flokksins fór fram laugardaginn 26. febrúar þar sem 11 frambærilegir einstaklingar gáfu kost á sér og um 1.350 manns kusu um sex efstu sætin. Það kom svo í hlut kjörnefndar að stilla upp restinni af listanum sem nú hefur verið samþykktur.
Margrét Sanders verður áfram oddviti D-listans en að öðru leiti er algjör endurnýjun í efstu sætum. Listinn er skipaður fjölbreyttum hópi einstaklinga með brennandi áhuga og metnað til að bæta samfélagið sitt. Eftir tvö kjörtímabil í minnihluta er mikill hugur í sjálfstæðisfólki fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí og flokkurinn ætlar sér að komast aftur í meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
Framboðslistinn:
- Margrét Sanders, bæjarfulltrúi og stjórnunarráðgjafi
- Guðbergur Reynisson, framkvæmdastjóri
- Helga Jóhanna Oddsdóttir, sviðsstjóri rekstrarsviðs
- Alexander Ragnarsson, umsjónarmaður fasteigna
- Birgitta Rún Birgisdóttir, einkaþjálfari og geislafræðingur
- Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, uppeldis- og menntunarfr.
- Eyjólfur Gíslason, deildarstjóri rekstrarsviðs
- Eiður Ævarsson, framkvæmdastjóri
- Guðni Ívar Guðmundsson, sölufulltrúi
- Steinþór J. Gunnarsson Aspelund, framkvæmdastjóri
- Anna Lydía Helgadóttir, deildar- og verkefnastjóri
- Adam Calicki, verkfræðingur
- Unnar Stefán Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri og knattsp.þjálfari
- Páll Orri Pálsson, lögfræðinemi og stjórnarmaður hjá Kölku
- Sigrún Inga Ævarsdóttir, deildarstjóri
- Guðmundur Rúnar Júlíusson, formaður Nemendafélags FS
- Þórunn Friðriksdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri
- Birta Rún Benediktsdóttir, sálfræðinemi
- Hjördís Baldursdóttir, íþróttastjóri hjá Keflavík
- Tanja Veselinovic, lyfsöluleyfishafi og lyfjafræðingur
- Margrét Sæmundsdóttir, skrifstofustjóri
- Baldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi