Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí var samþykktur á almennum félagsfundi flokksins á Eskifirði í gærkvöldi, fimmtudaginn 10. mars. Prófkjör framboðsins fór fram þann 26. febrúar sl. þar sem kosið var um fjögur efstu sætin og fékk uppstillingarnefnd það hlutverk að raða í sætin sem koma þar á eftir.
Framboðslistinn:
- Ragnar Sigurðsson, lögfræðingur, Reyðarfirði
- Kristinn Þór Jónasson, verkstjóri, Eskifirði
- Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, leikskólastjóri, Eskifirði
- Jóhanna Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur, Reyðarfirði
- Heimir Snær Gylfason, framkvæmdastjóri, Norðfirði
- Sigurjón Rúnarsson, sjúkraþjálfari, Reyðarfirði
- Guðbjörg Sandra Hjelm, kokkur, Fáskrúðsfirði
- Benedikt Jónsson, starfsmaður Alcoa, Breiðdalsvík
- Bryngeir Ágúst Margeirsson, verkamaður, Stöðvarfirði
- Barbara Izabela Kubielas, aðstoðarverkstjóri hjá Launafl, Reyðarfirði
- Ingi Steinn Freysteinsson, stöðvarstjóri, Reyðarfirði
- Ingunn Eir Andrésdóttir, snyrtifræðingur, Eskifirði
- Andri Gunnar Axelsson, nemi, Norðfirði
- Eygerður Ósk Tómasdóttir, fíkniráðgjafi, Eskifirði
- Guðjón Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri, Norðfirði
- Sædís Eva Birgisdóttir, launafulltrúi, Eskifirði
- Theodór Elvar Haraldsson, skipstjóri, Norðfirði
- Árni Helgason, framkvæmdastjóri, Eskifirði