Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kynna áherslur sínar á opnum fundi, fimmtudaginn 10. mars, kl. 17:00, í Valhöll
Prófkjör flokksins í Reykjavík fer fram dagana 18. og 19. mars.
Fyrirkomulag fundarins verður með þeim hætti að hver og einn frambjóðandi heldur stutta framsögu. Að þessu sinni gefa 26 frambjóðendur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en vegna fjölda framboða verður ekki unnt að taka við fyrirspurnum á fundinum.
Þess í stað verður sjálfstæðisfólki í Reykjavík gert kleift að senda inn skriflegar fyrirspurnir á netfangið reykjavik22@xd.is fyrir hádegi á föstudag, 11. mars. Eftir það tekur framkvæmdastjórn Varðar spurningarnar saman, samræmir og óskar eftir svörum frá öllum frambjóðendum. Er það gert í þeirri viðleitni að tryggja að allir frambjóðendur fái sömu fyrirspurnir en svör frambjóðenda verða í kjölfarið birt á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins.
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, mun stýra fundinum.
Fyrir þau ykkar sem ekki eigið heimangengt verður fundinum streymt beint á Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins.
Nánari upplýsingar um frambjóðendur má finna hér.