Akraneskaupstaður

Akraneskaupstaður er 9. stærsta sveitarfélag landsins og hluti af Norðvesturkjördæmi. Þar bjuggu 7.690 íbúar þann 1. janúar 2021. D-listi sjálfstæðismanna hlaut 1.429 atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum 2018 eða 41,36%, sem er besti árangur flokksins síðan 1958. Flokkurinn fékk 4 bæjarfulltrúa kjörna af 9 og situr í minnihluta bæjarstjórnar.

Fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar hefur listinn aðeins breyst, en „hér“ er að finna upplýsingar um framboðslista sveitarstjórnarkosninga árið 2022.

Facebook-síðu framboðsins má finna hér.