Heimdallur 95 ára

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fagnar 95 ára afmæli í dag.

Félagið var stofnað hinn 16. febrúar 1927 og var ungliðahreyfing Íhaldsflokksins áður en til sameiningar hans og Frjálslynda flokksins kom til árið 1929 og Sjálfstæðisflokkurinn varð að veruleika.

Heimdallur er elsta svæðisfélag íslensks stjórnmálaflokks og er stærsta stjórnmálafélag landsins skipað fólki á aldrinum 15 til 35 ára.

Fyrsti formaður félagsins var Pétur Hafstein, sem þá stundaði laganám. Núverandi formaður er Veronika Steinunn Magnúsdóttir.

Sjálfstæðisflokkurinn óskar Heimdalli og félagsmönnum hans hjartanlega til hamingju með afmælið.