Opið prófkjör í Reykjavík
'}}

Ákveðið var að prófkjör skuli viðhaft í Reykjavík á fjölmennum fundi sem haldinn var fyrr í kvöld.  Tillagan var samþykkt samhljóða. Á þriðja hundruð manns mættu á fund Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem haldinn var á Hilton hótel Nordica og var ákveðið að prófkjörið fari fram 12. eða 19. mars.  Dagsetning og framboðsfrestur verður ákveðin af yfirkjörstjórn á næstu dögum og auglýst sérstaklega.

Rétt til þátttöku í prófkjörinu hafa:

  • Allir fullgildir meðlimir sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík sem þar eru búsettir.
  • Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarrétt í Reykjavík við
    kosningarnar í vor og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík fyrir lok
    kjörfundar og teljast þar með komnir á flokksskrá.