17 taka þátt í prófkjöri í Mosfellsbæ

17 manns taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, en prófkjörið fer fram laugardaginn 5. febrúar næstkomandi. Framboðsfrestur rann út 21. desember sl. og hafa öll framboðin verið úrskurðuð gild.

Ekki hefur enn verið dregið um röð á kjörseðli en frambjóðendur eru eftirfarandi í stafrófsröð:

Arna Hagalíns 39 ára rekstrar- og fjármálastjóri
Ásgeir Sveinsson 54 ára bæjarfulltrúi/ráðgjafi
Brynja Hlíf Hjaltadóttir 23 ára laganemi
Davíð Örn Guðnason 37 ára lögmaður
Gunnar Pétur Haraldssson 21 árs sölu- og þjónustufulltrúi
Helga Jóhannesdóttir 56 ára forstöðumaður
Helga Möller 64 ára söngkona og fyrrverandi flugfreyja
Hilmar Stefánsson 41 árs framkvæmdastjóri
Hjörtur Örn Arnarson 45 ára landfræðingur
Jana Katrín Knútsdóttir 35 ára sölu- og markaðsstjóri
Júlíana Guðmundsdóttir 51 árs lögfræðingur
Kári Sigurðsson 30 ára viðskiptastjóri
Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir 54 ára bæjarfulltrúi og kennari
Kristín Ýr Pálmarsdóttir 47 ára fjármálastjóri
Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson 21 árs flugnemi
Rúnar Bragi Guðlaugsson 48 ára framkvæmdastjóri
Þóra Björg Ingimundardóttir 23 ára sölu- og þjónusturáðgjafi

 

Hægt er að fylgjast með upplýsingum um prófkjörið hér.