Sjálfstæðisstefnan í borginni
'}}

Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur:

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er byggður á skýrri stefnu um frelsi ein­stak­lings­ins. For­ræðis­hyggja er and­stæða henn­ar. Ég trúi því að nú verði að hverfa af braut for­ræðis­hyggju í borg­ar­mál­un­um. Mik­il tækni­bylt­ing er að verða í sam­göngu­mál­um. Við eig­um að nýta hana til fulls og greiða fyr­ir um­ferðinni í stað þess að þrengja að henni. Ekki breyta ferðahegðun fólks með þreng­ing­um held­ur með því að bæta val­kost­ina sem fólkið hef­ur til að kom­ast á milli staða. Þess vegna þarf að end­ur­skoða út­færslu borg­ar­línu í borg­inni. Og þess vegna þarf að koma Sunda­braut á kortið í sum­ar að aflokn­um borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Og ein­mitt þess vegna þarf að fækka hættu­leg­um ljós­a­stýrðum gatna­mót­um en nú­ver­andi ástand hef­ur tafið þær fram­far­ir í 10 ár.

Þak yfir höfuðið

Strax næsta vor þarf að skipu­leggja nýtt og hag­stætt bygg­ing­ar­land. Innviðir í Úlfarsár­dal nýt­ast vel í upp­bygg­ingu þúsunda íbúða. Keldna­landið er risa­stórt tæki­færi upp á millj­ón fer­metra fyr­ir stofn­an­ir, fyr­ir­tæki og fjöl­skyld­ur. Með upp­bygg­ingu við Keld­ur tök­um við stórt stökk sem höfuðborg. Hús­næðiskrís­an í borg­inni er bein af­leiðing af skömmt­un­ar­stefnu í lóðamál­um. Hana eig­um við að leysa á nýja ár­inu.

Að vinna með fólki

Sjálf­stæðis­menn eiga að vinna með fólki. Lækka álög­ur á fólk og fyr­ir­tæki. Vinna með rekstr­araðilum í Reykja­vík, hvort sem er um að ræða ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki eða versl­un­ar­menn á Lauga­vegi. Þeir sem skapa störf og þjón­ustu vita best hvað þarf. Ég trúi því að borg­ar­full­trú­ar hafi aðeins einn starfa: Að þjóna fólk­inu í borg­inni. Við þurf­um breyt­ing­ar í vor þar sem sjálf­stæðis­stefn­an vík­ur for­ræðis­hyggj­unni burt. Skýr stefna um breyt­ing­ar á slík­um grunni er for­senda þess að vel tak­ist.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 14. desember 2021.