Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra er Guðlaugur Þór Þórðarson. Guðlaugur Þór var áður utanríkisráðherra árin 2017-2021 og heilbrigðisráðherra 2007-2009.
„Það verður krefjandi að takast á við komandi verkefni sem snúast um einhver stærstu mál samtímans og framtíð okkar allra. Það er tilhlökkunarefni fyrir mig að leiða þessa mikilvægu málaflokka.“
Verkefni ráðuneytisins verða að mestu þau sömu og hafa verið hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu en orkumál og auðlindanýting færast til ráðuneytisins frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Nánar má lesa um starfs- og æviferil ráðherrans hér.
Facebook-síðu ráðherrans má nálgast hér.
Instagram-síðu ráðherrans má nálgast hér.