Nýr stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs var samþykktur á fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokksins nú fyrir skömmu. Fundurinn fór fram samhliða á 18 stöðum á landinu og mættu á þriðja hundrað flokksráðsfulltrúar til fundarins.
Á fundinum kynnti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, stjórnarsáttmálann. Talsverðar umræður urðu um sáttmálann. Fundarmenn voru almennt jákvæðir með innihald sáttmálans og almenn bjartsýni ríkti meðal fundarmanna. Var hann að lokum samþykktur með nær öllum greiddum atkvæðum.
Stjórnarsáttmálinn verður kynntur af oddvitum ríkisstjórnarinnar á morgun kl. 13 á blaðmannafundi.